Síða 1 af 1

[VMware] Diskur gefur frá sér *tikk* hljóð

Sent: Þri 22. Jan 2008 08:01
af Selurinn
Specs:
Gigabyte P35-DS4
Q6600 @ 2.4 Ghz
4x1gb Geil Black Dragon 800mhz 4-4-4-12
Coolmax 550W PSU
2x 500GB Seagate SATA
M-Audio Audiophile hljóðkort
OS: Windows Vista Home Premium


Sælir nú.
Vandamálið sem ég er að hrörna í lýsir sér á mjög dularfullan hátt og skal ég fara í gegnum það.
Vmware útgáfan sem ég nota er 6.02 ACE Edition
Þegar ég er venjulega inní Vista, þá er ekkert vandamál að read/write báða diska og gefa þeir ekkert annað í ljós að þeir virki vel.
Ég er með tvo alveg eins Seagate diska og kalla ég hinn System og hinn bara........Sidekick
Á System disknum er kerfið og öll forrit/leikir sem ég set upp, Sidekick er bara fyrir geymslu og er 100gb reserved file fyrir Virtual XP stýrikerfið mitt geymt þar líka.
Inní Vmware er ég búinn að setja upp Windows XP og virkar það rosa fínt, installaði það í gegnum Daemon Tools þannig að það tók ekki nema 10-15 min að setja það upp :)
Reyndar eitt sem ég gerði sem ég veit ekki hvort að tengist málinu, ég setti upp vírusvörn á virtual vélina (Nod32) sú sama og er á Vista [Actual OS]
Það á samt ekki að skipta máli vegna þess að Virtual vélin er bara eins og alvöru tölva með OS sem á í hættu að fá allan andskotan eins og hitt kerfið.
En allavega, ég set upp XP kerfið þannig það er með allt uppsett, svosem basic hljóðvinnsluforrit, vírusvörn, spywareblocker, codecs og allt annað.
Síðan næst tek ég snapshot. (Rauninni alveg eins og restore point nema tekur miklu styttri tíma :)) [VMware function]
Þegar ég tek þennan blessaða snapshot, þá heyrist klikk hljóð úr tölvunni og hún verður mjög seinvirk og allt fer í eintóma köku, (both systems) hún þarf að restarta til að laga þetta og er hún einnig mjög lengi að koma sér upp aftur eftir þetta.
Á ekki *klikkið* að tengjast HD?
Það skrítna er ég lendi aldrei í svona *klikk* hljóði inní Vistainu sama hversu mikið ég read/writa báða diska :S
Vona einhver Vmwarari þarna úti viti ástæðuna fyrir þessu :(

Kveðja..........Selurinn