Síða 1 af 1
Windows XP vs. Windows 2000 HJÁLP!!!
Sent: Lau 04. Okt 2003 12:26
af Xnotandi
ég er með nokkar spurningar í sambandi við þetta:
1. með hvoru stýrikerfinu fær maður meira út úr tölvunum í dag? WinXP eða Win2000 ?
2. virkar Hyper-Threading ef maður notar Win2000 ?
3. Ég var með WinXP einu sinni í nokkra daga og ég tók eftir því að tölvan slökkti alltaf á sér eftir smá tíma þegar ég var að spila tölvuleiki.. kann einhver skýringu á því?
Sent: Lau 04. Okt 2003 12:37
af Pandemic
1. Xp Pro sp1 pure install ekki installa xp pro og síðan sp1
2. Hef ekki hugmynd
3. prófa bara aftur eða þá að þú ert með fucked up vél
Sent: Lau 04. Okt 2003 12:41
af ICM
WindowsXP er miklu betra en 2000 ef þú ert að nota þetta í meira en skrifstofu vinnu, og eru margir eiginleikar sem microsoft eru búnnir að gera sem eru eingöngu með windows xp, eins og þeirra nýja p2p tækni, smart display, bluetooth, clear type font, icons með alpha channel og hellingur af svoleiðis drasli, svo + það að þú þarft að installa brjálæðislega mörgum service packs fyrir 2000. Ég myndi persónulega vilja fá WindowsMediacenter20004 ef ég væri að fá mér nýja tölvu það er algjör snilld og gert fyrir smart personal objects, tengja allt við tölvuna, svo er hægt að gera allt með WMC fjarstýringunni eins og að rippa CDs og taka upp sjónvarpsþætti.
Sent: Lau 04. Okt 2003 15:24
af Xnotandi
bíddu, hverju breytir það að hafa WinXP Pro sp1 pure install heldur en WinXP pro og síðan sp1 ??
Sent: Lau 04. Okt 2003 15:58
af ICM
Xnotandi skrifaði:bíddu, hverju breytir það að hafa WinXP Pro sp1 pure install heldur en WinXP pro og síðan sp1 ??
mín virkar frábærlega með upprunalegu winxp home og síðan uppfært, ég sé ekkert að það skipti svo miklu að hafa það pure..
svo má bæta við að fleiri og fleiri forrit virka bara með winxp...
Sent: Lau 04. Okt 2003 16:24
af Xnotandi
já, kannski að maður skelli sér bara á WinXP einhverntíman (aftur) . samt er ég nú hálf hræddur við alla þessa vírusa sem er að koma upp núna í WinXP sem ég hef aldrei orðið var við með Win2000 ..
Sent: Lau 04. Okt 2003 16:28
af Voffinn
Hmm.... ef þú ert að tala um blaster, þá hafði hann líka áhrif á 2k
Ég hef verið alveg vírusfrír, bara updatea norton öðruhverju, og passa _alltaf_ að kíkja á windowsupdate í hverri viku
(sumir eru jafnvel svo lúmskir að fara á lön til annara til að update windowsið sitt, svo þeir þurfi að borga utanlandsdl... *potígumol*)
Sent: Lau 04. Okt 2003 16:35
af gnarr
það kostar ekki enitt a'ð dánlóda að windows.com eða síðum sem að microsoft á... so what's your point?
Sent: Lau 04. Okt 2003 16:42
af Xnotandi
hmm... blaster ormurinn hafði aldrei nein áhrif hjá mér..
Sent: Lau 04. Okt 2003 17:25
af Voffinn
gnarr skrifaði:það kostar ekki enitt a'ð dánlóda að windows.com eða síðum sem að microsoft á... so what's your point?
Hvernig í andskotanum færðu það út ?
M$ serverarnir eru ekki hýstir hér á landi = UTANLANDS!
Sent: Lau 04. Okt 2003 18:31
af gumol
Símafyrirtækin hafa meiri hag í að hafa tölvur vírusfríar, þessvegna get ég mér til um að þeir taki ekki utanlandsdl fyrir microsoft servera ef þetta er rétt hjá gnarr
Sent: Sun 05. Okt 2003 03:28
af gnarr
þau gera það ekki. allavega ekki ls og vodafone. getur verið að einhver af þessum litlu fyrirtækjum geri það samt.
Sent: Sun 05. Okt 2003 05:25
af halanegri
Ég hélt að windowsupdate.microsoft.com væri utanlands en restin af microsoft.com væri innanlands-dl vegna Akamai mirrors sem er hér á landi.
Sent: Sun 05. Okt 2003 12:11
af MezzUp
halanegri skrifaði:Ég hélt að windowsupdate.microsoft.com væri utanlands en restin af microsoft.com væri innanlands-dl vegna Akamai mirrors sem er hér á landi. :?:
amms, held það lika
Sent: Fös 10. Okt 2003 00:09
af RadoN
Costaware'inn minn mælir ekkert á windows update, hef reyndar ekki prófað að taka út proxyinn hjá mér, proxy.islandssimi.is:8088.. tékka það næst þegar ég update'a
Re: Windows XP vs. Windows 2000 HJÁLP!!!
Sent: Fim 16. Okt 2003 21:19
af Fox
Xnotandi skrifaði:ég er með nokkar spurningar í sambandi við þetta:
1. með hvoru stýrikerfinu fær maður meira út úr tölvunum í dag? WinXP eða Win2000 ?
2. virkar Hyper-Threading ef maður notar Win2000 ?
3. Ég var með WinXP einu sinni í nokkra daga og ég tók eftir því að tölvan slökkti alltaf á sér eftir smá tíma þegar ég var að spila tölvuleiki.. kann einhver skýringu á því?
1. Fer eftir því í hvað þú ert að nota hana.
2. Já.
3. Driver vandamál, tipical fyrir ný Windows kerfið.