Síða 1 af 1

Skjákortsvesen -> windows startar sér ekki

Sent: Mið 16. Jan 2008 18:41
af Xen0litH
Sælir,

ég er með windows vista home premium og lenti í því óþægilega tilviki áðan að félagi minn var að ryksuga bakvið tölvuna og grunar mig að hann hafi rekist í eitthvað því allt í einu byrjar tölvuskjárinn að floppa og sýna alla þessa liti bara í einu.
Ég bið hann bara að ýta skjátenginu betur inn.. sem og hann gerði en allt kom fyrir ekki - skjárinn var ennþá trippin'.

Þá endurræsti ég tölvuna og í allri ræsingunni var skjárinn flöktandi og bara í ruuglinu og það sem verra var þá komst ég ekki lengra eftir að windows loadaði sig (vista merkið kom ekki þegar hljóðið kemur og loginscreen).

Ég fór í safe mode og prufaði hitt og þetta og endaði á því að prufa að disable-a skjákortið og prufa aftur og viti menn.. ég komst inn í windows. En svo kom sama sagan þegar ég enable-aði skjákortið. Ég prufaði að skipta og endurnýja driver, en sama vandamál. Svo núna sit ég uppi með tölvuna mína án þess að geta notað skjákortið - eða þannig séð og einnig skrítið að tölvan ræsir sig stundum með flöktandi sýru skjá þannig að allt er á hreyfingu og ég sé varla neitt.. en þá virkar oft stundum að bara endurræsa hana nokkrum sinnum og þá er allt í gúddí.. þangað til næst auðvitað? :?

jæja, einhverjar hugmyndir? :)

p.s ég er með nvidia geforce 8600GT.

Re: Skjákortsvesen -> windows startar sér ekki

Sent: Sun 08. Jún 2008 14:15
af Xen0litH
Jæja, ég nenni ekki að gera nýjann þráð með öllum upplýsingum en ég ætla að uppfæra þennann.

Skrítið ég veit, en ég hef ekki gert neitt í þessu vandamáli síðan að það kom upp í janúar - hef bara verið skjákortslaus eða svotil, í staðinn fyrir að skjákortið komi inn í devices sem nVidia geForce NX8600GT þá kemur bara "Standard VGA adapter".

Ég fór svo aftur að pæla í þessu eftir að ég komst í sumarfrí frá skólanum og ég mátti missa nokkrar stundir úr tölvunni og er ekki eins hræddur við að missa hana úr umferð, svo ég fór að skoða þetta aðeins.

Ég tók kortið úr og prufaði að setja það í aðra tölvu og þar kemur það inn sem bara VGA adapter einnig. Svo ég er nokkuð viss um að það sé bara ónýtt? Eitthvað til í því? Þá er það aðeins líklegra heldur en að t.d PCI raufin sé skemmd, ég bara get ekki ímyndað mér hvað kom þarna fyrir þegar hann var að ryksuga.. steikt dæmi.

Þá kemur bara að kaupum á nýju skjákorti ekki satt? Ef svo er þá er ég að pæla í 9600GT kortinu frá nvidia - ódýrt en gott DX10 eh?

Allavega, öll álit og hjálp vel þegin.

Re: Skjákortsvesen -> windows startar sér ekki

Sent: Sun 08. Jún 2008 17:10
af mind
Það er nokkuð líklegt að það sé ónýtt eins og þú lýsir þessu, það myndi líklega ekki borga sig að komast að því hvað er að hvort eð er.

Það er ólíklegra að PCI raufin skemmist ,þú gætir mögulega séð það á henni. Einnig geturðu kíkt á leiðarana á skjákortinu til að reyna sjá skemmdir þar.

9600GT og 8800 GT kort eru að öllu jöfnu ein af betri kaupum sem þú getur gert.

Re: Skjákortsvesen -> windows startar sér ekki

Sent: Mán 09. Jún 2008 18:37
af Xen0litH
Já mér líst alveg ágætlega á þetta 9600GT kort..

En kannski rétt að setja inn hvernig þetta er núna;

Semsagt þegar ég kveiki á tölvunni þá er svona 50/50 líkur að skjárinn sé í lagi, þ.e að hann sé ekki blörraður eða e-ð í þá áttina.. allt á hreyfingu. Ef hann er þannig þá bara restarta með takkanum utan á kassanum og vona að hann sé það ekki næst þegar ég kveiki.

Svo áðan var ég e-ð að fikta og eins og stóð þá er skjákortið bara sem Standard VGA Graphics adapter í device manager og ég prufaði að downloada driver fyrir kortið og installaði. Þá kom upp sama staða og fyrst, windows ræsir sig ekki nema í safe mode og í safe mode þá er kortið aftur komið inn sem 8600GT. Svo það virðist sem ég verði að hafa það disable-að ef ég vill nota tölvuna.. Ýtir þetta ekki undir það að kortið sé bara ónýtt?

Re: Skjákortsvesen -> windows startar sér ekki

Sent: Fim 12. Jún 2008 08:45
af mind
Þetta gæti verið bæði móðurborð eða skjákort (reyndar kemur skjákapalinn líka til greina - tilturlega auðvelt að prufa hann)

Skjákortið er líklegra.

Það er vegna þess að skjákortið sendir ID upplýsingar sem segjir tölvunni hvernig kort það er. Ef tölvan skilur ekki hvaða kort það er(kort eða kapall) þá lætur hún það vera "standard VGA Graphics adapter" svo að rekilinn komi tölvunni ekki til að krassa.

Ef þú lætur inn vitlausan driver ætti tölvan að ræsa sér ekki, fá bluescreen og álíka. (getur notað geisladiskinn sem fylgdi kortinu til að vera 100%)

Grafík-skemmdir eru samt iðulega alltaf skjákortið.