Þráðlaus tenging við router
Sent: Fim 10. Jan 2008 14:37
Sælir drengir. (Eru einhverjar dömur hér)
Ég þarf aðstoð með eitt netvandamál.
Þannig er að heima hjá mér er ég með einn router á efri hæð hússins sem sér um að tengja heimilið við internetið
og hann virkar bara nokkuð vel. Í einu herbergi uppi er ég að setja upp server, þar er ég með aðstöðu til að gera
við tölvur. Inn í þessa kompu þarf ég að koma internetinu og tengingin þarf að vera ÞRÁÐLAUS ! Það er eiginlega vandamálið.
Þessi net-tenging þarf að ráða við að ég tengi hana við 4-8 porta switch eða þá að þessi net-tengingar-græja má vera með
4 eða fleiri RJ45 tengjum svo ég geti tengt serverinn á internetið og þær vélar sem ég er að gera við hverju sinni.
Ég er búinn að prófa D-Link sem tengir net í gegnum rafmagnsleiðslur - Það virkar ekki þar sem ég er bara með 1 rafmagnstengil þarna inni
og það má ekki tengja þetta í fjöltengi.
Ég er búinn að prófa Linksys WRT150N router en hann virkaði ekki nema tengdur með snúru. Allavega náði ég ekki að finna út úr því.
Ég þarf eitthvað sem heldur internetinu áfram uppi þó ég taki LAN snúruna úr kvikindinu. Semsagt einhverja þráðlausa græju sem er líka switch (eða getur tengst við switch) og getur verið tengd þráðlaust við router sem veitir internet tenginguna.
Veit einhver ykkar hvernig ég leysi þetta ? Öll hjálp væri vel þegin
Með fyrirfram þökk.
Láki
Ég þarf aðstoð með eitt netvandamál.
Þannig er að heima hjá mér er ég með einn router á efri hæð hússins sem sér um að tengja heimilið við internetið
og hann virkar bara nokkuð vel. Í einu herbergi uppi er ég að setja upp server, þar er ég með aðstöðu til að gera
við tölvur. Inn í þessa kompu þarf ég að koma internetinu og tengingin þarf að vera ÞRÁÐLAUS ! Það er eiginlega vandamálið.
Þessi net-tenging þarf að ráða við að ég tengi hana við 4-8 porta switch eða þá að þessi net-tengingar-græja má vera með
4 eða fleiri RJ45 tengjum svo ég geti tengt serverinn á internetið og þær vélar sem ég er að gera við hverju sinni.
Ég er búinn að prófa D-Link sem tengir net í gegnum rafmagnsleiðslur - Það virkar ekki þar sem ég er bara með 1 rafmagnstengil þarna inni
og það má ekki tengja þetta í fjöltengi.
Ég er búinn að prófa Linksys WRT150N router en hann virkaði ekki nema tengdur með snúru. Allavega náði ég ekki að finna út úr því.
Ég þarf eitthvað sem heldur internetinu áfram uppi þó ég taki LAN snúruna úr kvikindinu. Semsagt einhverja þráðlausa græju sem er líka switch (eða getur tengst við switch) og getur verið tengd þráðlaust við router sem veitir internet tenginguna.
Veit einhver ykkar hvernig ég leysi þetta ? Öll hjálp væri vel þegin
Með fyrirfram þökk.
Láki