Síða 1 af 1

Loftnet

Sent: Fim 27. Des 2007 00:46
af mjamja
Ég var að setja þráðlaust netkort í tölvuna mína og það er alveg hryllilegt samband við routerinn. Þannig ég var að spá í að kaupa mér nýtt loftnet til að sjá hvort sambandið verði ekki skárra. Þá rakst ég á það að það er hægt að kaupa annaðhvort 5, 7 eða 8 dBi loftnet....

Hvað af þessu er best að kaupa og afhverju?

Sent: Fim 27. Des 2007 00:48
af Viktor
Kaupir folk ser vanalega ny loftnet? Helt madur fengi bara nyan router hja hysingaradila netsins hja manni :o

Sent: Fim 27. Des 2007 01:13
af mjamja
gleymdi að taka það fram að það er ekkert að routernum. tölvan er bara sjúklega langt frá honum...

Sent: Fim 27. Des 2007 14:33
af zedro
Hvar er routerinn staðsettur? Er hann á gólfinu, á skrifborði eða uppá vegg. Sendingalega séð er best að hafa hann uppá vegg.
Hinsvega ef þú gætir tengt snúru í tölvuna þá væri það nottla best en ef það er ekki boði þá er Kísildalur með [url=http://www.kisildalur.is/?p=2&id=601]InfoSmart INOB-001
Loftnet, omni-directional, 7dBi[/url] hinsvegar veit ég ekkert um svona svo það gæti verið góð hugmynd að hafa bara samband við
verslunirnar sjálfar ef þú færð ekki næg svör hér :japsmile

Re: Loftnet

Sent: Þri 08. Jan 2008 11:38
af lukkuláki
mjamja skrifaði:Ég var að setja þráðlaust netkort í tölvuna mína og það er alveg hryllilegt samband við routerinn. Þannig ég var að spá í að kaupa mér nýtt loftnet til að sjá hvort sambandið verði ekki skárra. Þá rakst ég á það að það er hægt að kaupa annaðhvort 5, 7 eða 8 dBi loftnet....

Hvað af þessu er best að kaupa og afhverju?


Hærri tala = öflugra loftnet.
Hvað erum við að tala um langa vegalengd ?