Síða 1 af 1

Vandamál

Sent: Mán 29. Sep 2003 20:49
af Pandemic
Ég er með Cnet router og er hjá Og Voddafock síðan alltí einu í dag kemst ég ekki inná .Com eða .net síður sumt virkar í opera og sumt ekki í IE þetta er eithvað skrítið finnst mér veit eithver hvað er að :shock:

Sent: Mán 29. Sep 2003 20:55
af gnarr
athuga titil...

Sent: Mán 29. Sep 2003 21:42
af gumol
Ertu nokkuð með Proxy server stilltann ?

Sent: Mán 29. Sep 2003 21:55
af Pandemic
Nei ertu þá að meina á routernum eða :?

Sent: Mán 29. Sep 2003 22:02
af gumol
Nei í Internet Options í Controle Panel (Connections flipinn> LAN Settings)
Ekki hafa hakað við neitt þar.

Sent: Mán 29. Sep 2003 22:27
af GuðjónR
Ég er ennþá hjá OgVodafone (ekki ennþá búinn að færa mig yfir) og ég er alltaf að lenda í þessu.
Stundum þarf ég að refresha "F5" tíu sinnum til þess að komast inn á viðkomandi síðu.
It sucks!

Sent: Mán 29. Sep 2003 23:20
af gnarr
ég held að þetta hafi lítið með tengingar hja´vodafone að gera. ég vill benda á að intís (sem að á sæstrengina til london og new jersey) er í eigu vodafone. svo að ef millilanda sambandið er niðri hjá vodadone þá er það líklega niðri hjá ls líka en ekki öfugt

Sent: Mán 29. Sep 2003 23:39
af gumol
Þeir eiga strenginn ekki, allavega ekki allan
LS og RHNET eiga mest honum

Sent: Þri 30. Sep 2003 12:43
af Gothiatek
Held að þetta tengist ekki OgVodafone beint.

Ertu með eldvegg??

Sent: Þri 30. Sep 2003 16:20
af Pandemic
Ég er með hardware firewall allt vel stillt :8) síðan er ég ekki að nota neitt sem heitir proxy

Sent: Þri 30. Sep 2003 18:21
af Gothiatek
En hvað meinaru með að síðurnar virki ekki.....gerist bara ekki baun...koma einhver villuboð....page could not be found eða eitthvað álíka.

Virka allar íslenskar síður?

Sent: Þri 30. Sep 2003 18:36
af gumol
getur pingað?

Re: Vandamál

Sent: Þri 30. Sep 2003 20:52
af legi
Ls og voda eiga náttúrlega ekki baun í cantat, held ég fari með rétt mál þegar ég segi að teleglobe eigi strenginn eða hvort þa var eithvað annað fyrirtæki ég man það bara ekki.

Svona fyrir þá sem vilja vita þá getur strengurinn borið 2x 2.5 Gb og held að samanlögð bandvídd sem íslensk netþjónustu fyrirtæki leigja nái ekki 300 mb þannig að það er nokkuð langt því frá að þau eigi eithvað strengnum

Re: Vandamál

Sent: Þri 30. Sep 2003 22:10
af gumol
legi skrifaði:Ls og voda eiga náttúrlega ekki baun í cantat, held ég fari með rétt mál þegar ég segi að teleglobe eigi strenginn eða hvort þa var eithvað annað fyrirtæki ég man það bara ekki.

Svona fyrir þá sem vilja vita þá getur strengurinn borið 2x 2.5 Gb og held að samanlögð bandvídd sem íslensk netþjónustu fyrirtæki leigja nái ekki 300 mb þannig að það er nokkuð langt því frá að þau eigi eithvað strengnum


Þetta er ekki rétt hjá þér, Cantat 3 er í eigur Landsímans, Vodafone, Ríkisins og fleiri. Hann er hinsvega tengdur gegnum Teleglobe í New York og London.

Lanssíminn og Vodafone selja bandvídd (ég er ekki viss um hvort þeir selji gagnamagn en mér finnst það líklegt.) Margmiðlun og hinir þjónustuaðilarnir kaupa þetta síðan af Lanssímanum/vodafone.

Re: Vandamál

Sent: Þri 30. Sep 2003 22:32
af legi
Jæja jú þetta var soldil vitleysa í mér en ekki mikil.

Hér eru þeir sem eiga strenginn.


Teleglobe, BT, Deutsche Bundespost Telecom Denmark, Iceland Post and Telegraph.

Sent: Þri 30. Sep 2003 23:06
af gumol
Þetta er ekki heldur rétt hjá þér, OG Vodafone á líka hluta í Sæstrengnum og ég hélt að RHNET ætti líka í honum.
Svo er ekkert sem heitir Póstur og Sími lengjur, það er búið að skipta félaginu upp´Pósturinn og Lanssíminn Ríkið á Póstinn en LS er hlutafélag sem er að messtu í eigu Ríkisins.

Sent: Mið 01. Okt 2003 00:16
af legi
HA er póstur og sími ekki ennþá til, no shit ?

En þetta eru gróflega eigendurnir, þessi strengur er ekki bara fyrir ísland enda er hann að bera 2* 2.5 gb og ég reikna með að íslenskir aðilar eigi minnsta partinn í því. t.d er síminn með 2* 150 Mb/s þaeas 150 mb til usa og 150 mb til evrópu og er langstærsti ISP á landinu, Voda eru svo með grátlega lítil 2*34 til usa og europe. Svo er Rhnet með nokkuð stóran aðgang og Lina net sjálfsagt líka.

Þetta segir okkur að Íslendingar eru ekki að nota það stóran part af þessum streng. Enda er utanlands d/l "strappað" niður með verðlagningu.

Sent: Mið 01. Okt 2003 00:40
af gumol
legi skrifaði:HA er póstur og sími ekki ennþá til, no shit ?

Ég var bara að benda þér á að þetta voru gamlar upplýsingar sem þú varst með. Svakalega eru þetta hægar tengingar, úff.

Sent: Mið 01. Okt 2003 13:49
af legi
Hehe alltílagi þetta var svolítil ókurteisi í mér

Sent: Mið 01. Okt 2003 13:53
af legi
Já þetta eru alveg fáránlega hægar tengingar, voda eru t.d að selja 100 mb/s ljósleiðartengingar á almennum markaði + allan hauginn af DSL viðskiptavinum, ekki skrítið að þeir verði að takmarka þetta með því að rukka fyrir d/l til útlanda. Fyrst þegar ég sá þessar uppl. hélt ég að þetta væri prentvilla.

En nýji strengurinn mun koma til með að bera 7 gb í fyrstu svo að það er voandi að það verði hætt að rukka fyrir útlanda d/l

Sent: Mið 01. Okt 2003 14:15
af gumol
legi skrifaði:Hehe alltílagi þetta var svolítil ókurteisi í mér

Smá kaldhæðni er ekkert ókurteisi.

En þegar þeir eru komnir á lagið með að rukka fólk fyrir utanlandsdl þá hætta þeir því aldrei, það held ég allavega. :(

Sent: Fim 02. Okt 2003 11:45
af gnarr
hvað mikið af þessum 7gb fáum við? þú veist að nú þegar eru 2x 2.5gb og við erum að nota einver 75mb af því :p

annars held ég bara að ls hafi verið að lofa uppí ermina á sér með því að hækka hraðann á tenginunum sínum. kerfið þeirra er greinilega ekki að ráða við það ;)