LAN vandamál
Sent: Mán 17. Des 2007 20:34
Sælir,
Vandamál mitt felst í því að ég get hvorki fundið mína eigin tölvu né aðrar tölvur í mínu local area networki og aðrar tölvur geta ekki fundið mína. Vandmálið er bundið við nýlega tölvu með Gigabyte P35-DS3L móðurborði.
Vandamálið hefur verið til staðar frá upphafi en þó var mögulegt að sjá aðrar tölvur í kerfinu og komast í skjöl inn á þeim til að byrja með, en aldrei sást þessi tölva í öðrum tölvum. Þetta hefur þó eingöngu verið bundið við netkerfið og netið sjálft hefur verið í fínu lagi sem hefur líka frestað því að ég leiti bóta á þessu máli.
Stýrikerfið sem ég notast við er Windows XP og ég hef reynt að enduruppsetja LAN driverinn, bæði þann sem fylgdi með á geisladisk og nýjasta, án þess að leysa vandann. Ég vona að einhver hér sjái hvar vandinn liggur.
Vandamál mitt felst í því að ég get hvorki fundið mína eigin tölvu né aðrar tölvur í mínu local area networki og aðrar tölvur geta ekki fundið mína. Vandmálið er bundið við nýlega tölvu með Gigabyte P35-DS3L móðurborði.
Vandamálið hefur verið til staðar frá upphafi en þó var mögulegt að sjá aðrar tölvur í kerfinu og komast í skjöl inn á þeim til að byrja með, en aldrei sást þessi tölva í öðrum tölvum. Þetta hefur þó eingöngu verið bundið við netkerfið og netið sjálft hefur verið í fínu lagi sem hefur líka frestað því að ég leiti bóta á þessu máli.
Stýrikerfið sem ég notast við er Windows XP og ég hef reynt að enduruppsetja LAN driverinn, bæði þann sem fylgdi með á geisladisk og nýjasta, án þess að leysa vandann. Ég vona að einhver hér sjái hvar vandinn liggur.