Sælir,
Vandamál mitt felst í því að ég get hvorki fundið mína eigin tölvu né aðrar tölvur í mínu local area networki og aðrar tölvur geta ekki fundið mína. Vandmálið er bundið við nýlega tölvu með Gigabyte P35-DS3L móðurborði.
Vandamálið hefur verið til staðar frá upphafi en þó var mögulegt að sjá aðrar tölvur í kerfinu og komast í skjöl inn á þeim til að byrja með, en aldrei sást þessi tölva í öðrum tölvum. Þetta hefur þó eingöngu verið bundið við netkerfið og netið sjálft hefur verið í fínu lagi sem hefur líka frestað því að ég leiti bóta á þessu máli.
Stýrikerfið sem ég notast við er Windows XP og ég hef reynt að enduruppsetja LAN driverinn, bæði þann sem fylgdi með á geisladisk og nýjasta, án þess að leysa vandann. Ég vona að einhver hér sjái hvar vandinn liggur.
LAN vandamál
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
-
Höfundur - has spoken...
- Póstar: 161
- Skráði sig: Lau 28. Jún 2003 01:52
- Reputation: 8
- Staða: Ótengdur
Viktor skrifaði:Klassísk spurning:
Er einhverskonar eldveggur?
Enginn eldveggur, nema jú Windows Firewall.
Revenant skrifaði:Kemur upp sama vandamál ef þú bootar upp af live cd(t.d. ubuntu) og skoðar staðarnetið þannig?
Getur verið að snúrurnar séu eitthvað lélegar (bognar eða beyglaðar t.d.)?
Á eftir að prófa live cd.
En jú sumar snúrur eru illa farnar en ekki sú sem tengir þessa tölvu við routerinn og auk þess kemst ég á netið í öllum tölvum hússins (sem eru reyndar bara tvær borðtölvur og ein fartölva).
-
Höfundur - has spoken...
- Póstar: 161
- Skráði sig: Lau 28. Jún 2003 01:52
- Reputation: 8
- Staða: Ótengdur
Ótrúlegustu hlutir gerast, þetta er komið í lag án þess að ég hafi gert nokkuð! Vandamál sem hefur verið til staðar í marga mánuði er nú alveg horfið. Eina skýringin sem kemur til hugar er að ég hafi gleymt að endurræsa tölvuna eftir að ég setti upp nýja (gamla) lan rekla og þeir hafi í raun lagað þetta. Það hjálpar greinilega að spyrja á vaktinni!
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1577
- Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
- Reputation: 67
- Staðsetning: Hveragerði
- Staða: Ótengdur
END skrifaði:Ótrúlegustu hlutir gerast, þetta er komið í lag án þess að ég hafi gert nokkuð! Vandamál sem hefur verið til staðar í marga mánuði er nú alveg horfið. Eina skýringin sem kemur til hugar er að ég hafi gleymt að endurræsa tölvuna eftir að ég setti upp nýja (gamla) lan rekla og þeir hafi í raun lagað þetta. Það hjálpar greinilega að spyrja á vaktinni!
svo við getum lært á þessu að ef eitthvað bjátar á við PC vél er að prófa restart áður en nokkuð annað er gert?
Starfsmaður @ IOD