Síða 1 af 1

Vesen með overlay í Windows 98

Sent: Þri 04. Des 2007 01:06
af DoofuZ
Ég er með gamla tölvu og er búinn að setja Windows 98 inná hana, er með Geforce4 Ti 4200 skjákort með nýjustu reklana, DirectX 8.1 og svo er ég með Pinnacle sjónvarpskort. Er svo nýbúinn að skella K!TV inná en það er með vesen og ég fæ alltaf einhverja villu um að overlay mode virki ekki :? Ég hef notað bæði þetta skjákort og sjónvarpskortið í annari mjög svipaðri tölvu með Windows 98 og þar virkaði allt eins og í sögu :-k

Einhver sem getur sagt mér hvað er að?

Sent: Þri 04. Des 2007 15:52
af DoofuZ
Það að keyra dxdiag upp virkaði líka ekki fyrst en svo setti ég bæði skjákortsreklana og DirectX aftur inná og þá virkaði það en ég komst að því að það var vesen með Directdraw sem var aðal vandamálið. Ég náði einhvernvegin að koma því í lag en samt er ennþá vesen með að overlay virkar ekki. Einhverjar hugmyndir? :?