Síða 1 af 1

Window Vista 64bit & Windows XP

Sent: Fös 02. Nóv 2007 14:43
af dezeGno
Sælir.

Nú þar sem tölvan hefur ekki getað startað sér og windowsið búið að vera með leyðindi nýlega (frjósa etc.) þá hef ég ákveðið að reyna að skreppa með tölvuna í viðgerð. Og þar sem ég á ekki windows disk var ég að spá hvort væri skinsamara að kaupa Windows Vita 64bit eða Windows XP. Þessi tölva er mest notuð í tölvuleikja notkun og einning einhverja vídeóvinnslu og myndvinnslu.

Specs á tölvunni eru (just in case):
Intel C2D E6750
4GB GeIL Black Dragon
eVGA Geforce 8800 GTX
og nóg af plássi.

Ég heillast meira af því að kaupa xp í kísildal á 15.000 kr. sem ég ætti mig svo sem alveg við og geyma þá kaup á vista þangað til að drivera issues eru komin í lag og að sp1 sé kominn út.

Einnig væri frábært ef einhver gæti sagt mér munin á Vista Home Premium og Vista Buisness.

Takk fyrir mig og vonast eftir einhverju hjálplegu.

Sent: Fös 02. Nóv 2007 15:13
af einzi
Munur á Vista útgáfum

En er ekki 32-bit bara stálið .. hef reyndar ekki reynslu af 64-bit útgáfunni

Sent: Fös 02. Nóv 2007 16:36
af dezeGno
Ég heillasts svolítið meira af 64bit þar sem ég er með 4GB installed núna og aldrei að vita ef maður stækkar við sig þegar minnin lækka í verði.

Sent: Fös 02. Nóv 2007 17:16
af ManiO
64-bita Vista > 64-bita XP. Með öðrum orðum, þá er stuðningur við 64-bita í Vista, annað en með XP.

Sent: Fös 02. Nóv 2007 20:20
af Don't Shoot It's Jesus!
Ég er nú með Xp pro 64bita og ég verð að segja það að tilfinningar mínar til þess eru mjög blendnar.

Ég er tildæmis alveg að fá uppí kok á þessum endalausu Driver vesenum...
Það er alveg magnað hversu mikið af drasli er selt... Sem er x64 certified og síðan fylgir enginn helvítis x64 bita driver með..... Mér finnst það alveg andskoti magnað...

ég keypti mér nýtt Msi móðurborð um daginn og það var einmitt svoleiðis.... Enginn x64 driver með... Ég nátúrulega í mínu bræðiskasti hleyp heim til vinarmíns til að dl hjá honum Drivernum af netinu.... Og senda kvörtunarbréf..
Ég fékk aldrey svar :P

Sent: Fös 02. Nóv 2007 20:44
af dezeGno
Ætla að taka 32bit xp pro held ég, og bíða þá með að taka vita þangað til að sp1 kemur út.