Síða 1 af 1

Undarlegt vandamál með torrent

Sent: Fim 25. Okt 2007 19:17
af gunnargolf
Vandamálið lýsir sér þannig að þegar ég ræsi forritið, uTorrent, þá er allt í góðu lagi. Allir trackers skráðir sem ,,working''

Eftir því sem tíminn líður, þá fer tracker status-inn frá ,,working'' í ,,offline (timed out)''. Þetta fer þannig fram að eitt og eitt torrent detta yfir í ,,offline'', á löngum tíma, þangað til þau eru flest eða öll komin í ,,offline''

Hvað gæti þetta verið?

Sent: Fim 25. Okt 2007 20:22
af dezeGno
Ég er að lenda í sama vandamáli.

Sent: Fim 25. Okt 2007 20:42
af GuðjónR
Eruð þið hjá HIVE ?

Sent: Fim 25. Okt 2007 20:44
af gunnargolf
Ég er hjá Hive :(

Sent: Fim 25. Okt 2007 20:56
af dezeGno
Ég er hjá vodafone, en þetta vandamál er eiginlega alveg hætt núna, ég bara beið :/ gæti hafa verið eitthvað hjá mér, netið rsom.

Sent: Fim 25. Okt 2007 21:09
af gunnargolf
Þetta er búið að vera svona hjá mér í margar vikur, eða mánuði.