Síða 1 af 1
Að spegla disk
Sent: Mið 24. Okt 2007 19:14
af dos
Sælir.
Ég var að copera harðan disk og notaði forrit til að taka mynd af honum, setti það í tölvuna og setti síðan yfir á nýa diskinn. Það lítur allt eðlilega út á nýa disknum ENN tölvan vill ekki starta upp á honum, segir að það sé engi bootable diskur í henni.
Dettur einhverjum í hug hvað ég er að gera vitlaust.
Sent: Mið 24. Okt 2007 19:29
af Klemmi
Mæli með að losa þig við milliliðinn þarna og nota forrit til að keyra beint á milli diskanna. Best að finna forrit sem býður upp á að búa til bootable media svo sem diskettur eða geisladisk.
Sent: Mið 24. Okt 2007 19:31
af dos
Það er ekki hægt, ég þarf að nota flakkara til þess að gera þetta (þetta er fartölvudiskur)
Er þetta ekki eitthvað í sambandi við MBR.
Sent: Mið 24. Okt 2007 19:33
af Fumbler
Það getur komið fyrir að boot sector coperist ekki.
Þá er að starta í recovery console af windows XP disk. fínnt að vera bara með nýja diskinn tengdan.
skrifa svo fixboot og þar á eftir fixmbr
svo er ágætt að skrifa chkdsk í lokinn og endurræsa svo þá ætti að startast af disknum.
Sent: Mið 24. Okt 2007 19:56
af dos
Þetta er WinNT, er hægt að nota winxp disk fyrir það? Og ætli það sé engin önnur leið en að nota disk.
Er úti á sjó og held að það sé engin diskur hér um borð
Sent: Fim 25. Okt 2007 11:47
af cue
Partition magic getur gert þetta.
En yfirleitt nota ég Hiren Boot CD
http://www.hiren.info/pages/bootcd í svona föndur.
Held samt hann virki ekki með USB. Tek alltaf diskana úr flakkarnum og set í tölvurnar ef ég þarf að gera eitthvað alvöru við þá.
En ef ég má spurja, hvaða sársauka fíkn fær þig til að nota NT?
Farðu frekar niður í vélarúm og settu hausinn á þér í öxulinn, nú eða fara niður í kjöl og gamma þér með kjölsvíninu...
Sent: Fim 25. Okt 2007 18:04
af dos
cue skrifaði:En ef ég má spurja, hvaða sársauka fíkn fær þig til að nota NT?
Þetta er tölva fyrir myndavélina á flökunarvélunum, hendir í burtu skemmdum fiski. Hrunin í henni hardidiskurinn. Væri nátturlega betra að vera með einn pólverja við hverja flökunarvél í staðin fyrir myndavélina og láta þá sjá um þetta
(og örugglega ódýrara). Kostaði tæpa miljón síðast þegar myndavél fór í viðgerð hjá okkur.
Sent: Fim 25. Okt 2007 18:39
af cue
Takk fyrir myndirnar, gaman að sjá þetta.
Fáðu frekar Tælending, tekur minna pláss og gegnur fyrir hrísgrjonum
Kemstu inná skemda diskinn?
Prufaðu að setja upp win 2000 eða XP og copera forritið yfir á nýja diskinn. Getur meira en vel verið að það gangi ef þú keyrir það í compatability mode..??
Annars eru ótrúlega margar leiðir við að fá svona lagað til að virka.
Sent: Fim 25. Okt 2007 19:36
af dos
Nei ég kemmst ekki inn á skemmda diskinn, tók disk úr annari vél og coperaði hann.
Treysti mér nú ekki til að setja þetta upp enda ekki með nein forrit og þess háttar. (hef reyndar aldrei skoðað þetta áður) Þetta kemur tilbúið svona frá Þjóðverjanum
Þarf bara að fá þetta til að starta sér upp, svo maður getur nú farið að fikta
Sent: Fim 25. Okt 2007 20:13
af cue
Bömmer.
Ég hef lent í þessu. Þá keyrði ég forrit sem lagaði bootið eins og Fumbler sagði. Ertu búinn að ná í Hiren diskinn og prufa það?
En segjum sem svo að þú komist framhjá því
Ef þetta er öðruvísi diskur en var í tölvunni getur verið að þú þurfir að fara inní BIOSinn og láta hana finna diskinn uppá nýtt. Gamlar tölvur áttu til að vera bara með manual ekki auto detection eins og er í dag.
Síðan verðuru að passa að þessi diskur sé stiltur Master eða Slave eins og gamli var stiltur, það getur líka ruglað gamlar tölvur.
Sent: Fim 25. Okt 2007 22:11
af DoRi-
örlítið off topic; er eitthvað að mér að er enginn linkur á download fyrir hirens boot cd?
Sent: Fim 25. Okt 2007 23:38
af cue
DoRi- skrifaði:örlítið off topic; er eitthvað að mér að er enginn linkur á download fyrir hirens boot cd?
Hræddur um að það sé eitthvað að þér
Pósta honum aftur:
http://www.hiren.info/pages/bootcd
Eða/og
http://www.hiren.info
Sent: Fim 25. Okt 2007 23:55
af DoRi-
sé hvergi á síðunni hvar sé hægt að dl þessu
Sent: Fös 26. Okt 2007 09:23
af cue
DoRi- skrifaði:sé hvergi á síðunni hvar sé hægt að dl þessu
Svo var það ég sem var eitthvað að, gat ekki lesið það sem þú skrifaðir
Afsakaðu þetta, ég hef aldrei rekið mig á þetta en það er bara hreinlega ekki hægt beint frá þeim.
Ég hef alltaf tekið þetta á torrent...
http://thepiratebay.org/tor/3844801/Hir ... oard_patch
En sá beint download hér. Hef ekki prufað það samt.
http://soft.softoogle.com/ap/hiren-s-bo ... 6916.shtml
Sent: Fös 26. Okt 2007 12:29
af CendenZ
Hvaða forrit ertu að keyra á nt ?
Gæti verið að uppsetningin á forritinu leyfi þér ekki að setja það upp á XP og þá erum við kominn í langt vesen að installa slíku.
Töff kassi, en er hann rakaheldur og hvernig er það með diskinn, er ekki tekið afrit af honum ?
fáránlegt að það skuli ekki verið til afrit af disknum, ghost jafnvel ....
svona tölvur eiga að vera ghostaðar í bak og fyrir.