Síða 1 af 1
eMax?
Sent: Þri 02. Okt 2007 22:52
af Daði29
Sælir, einhver hér sem er með net í gegnum eMax?
http://www.emax.is/ Bý nefnilega út í sveit og er rétt fyrir utan aðgangi að ADSL hjá Símanum. Heyrði af þessu þráðlausa eMax neti og er að spá í hvort það sé að gera sig... er með ISDN gömlu hægu tenginguna frá Símanum og er að borga fáránlega mikið miðað við þennann svakalega hæga hraða. Einhver hér sem hefur reynslu af eMax og getur sagt mér eitthvað um það hverjir gallar eða kostir séu?
Sent: Þri 02. Okt 2007 23:41
af Birkir
Pabbi minn var með þetta og það sem ég heyrði frá honum var að þetta væri bæði óstöðugt og hægt.
Engin persónuleg reynsla samt.
Sent: Fim 04. Okt 2007 18:45
af Ic4ruz
ÉG er með ADSL, enn margir vinir minir eru með Emax. Emax er svolitð mikið óstöðugara og hægara(enn samt ekkert gifurlega, toppar ISDN (: )
siðan er kvóti á erlent niðurhal, baar 3GB kostar minnir mig frekar mikið, þetta er miklu dyrara enn ADSL, Það hæsta sem maður getur fengið var minnir mig 5 GB allavega i fljótsdalshéraði.
Sent: Þri 09. Okt 2007 18:33
af Daði29
þetta er þá bara s.s. eins og þráðlaust ADSL? get ég tengt heimilstölvuna og svo tengt mig í fartölvunni á sama tíma og ekkert mál?
Sent: Þri 09. Okt 2007 19:53
af cue
eMax er 100 sinnum betra en ISDN, 1000 sinnum betra en modem.
en um 50 sinnum verra en ADSL.
Já, þú getur það. ÞEtta er með þráðlausum router.