Síða 1 af 1

Get ekki spilað myndbönd af netinu?

Sent: Þri 25. Sep 2007 19:09
af hundur
Sælir vaktarar.
Ég er hérna á gamalli fartölvu sem ég eignaði mér eftir að kærastan hætti að nota hana. Tölvan virkar að mestu leyti vel en hún hefur samt þann leiða vanda að geta ekki spilað video af síðum eins og Ruv.is og Veftíví vísis. Spilarinn hleðst upp í vöfrunum(hef prófað bæði IE og Firefox) en síðan gerist ekkert meira. Videoið loadast kannski en síðan spilast bara ekki neitt.

Vitið þið hvað gæti verið að? Ég get spilað flest önnur video, ef þau eru geymd á harða disknum og ég get líka skoðað flash video af netinu....

Og já...tölvan er með Windows XP professional með Service Pack 2(eða held það allavega, kerfið er á íslensku og þar stendur Fyrirtækjaútgáfa) og ég er nýbúinn að downloada WMP11.

Með von um góð svör...

voffvoff

Sent: Lau 06. Okt 2007 21:44
af cue
Ég sá þetta einu sinni gerast. Ég reddaði því með Firedfox...

Held samt að ef þú uninstallar flash þá komi þetta

Sent: Sun 07. Okt 2007 21:07
af hundur
Ég var með Firefox, þetta virkaði heldur ekki í IE svo mér fannst þetta eitthvað skrítið.

En þetta er leyst núna loksins, þetta var eitthvað tengt proxy settings, en á vinnustaðnum mínum þurfti ég að stilla þetta eitthvað.

Sent: Sun 07. Okt 2007 22:21
af cue
Þurftirðu að setja á proxy til að þetta kæmist í lag?

Sent: Mán 08. Okt 2007 22:55
af hundur
Já ég þurfti að gera það. Nota þessa tölvu nánast bara í vinnunni og hafði ekkert skoðað þetta heima hjá mér. Svo það er spurning hvort þetta virki þar...