Síða 1 af 1

Setja upp proxy server?

Sent: Mán 03. Sep 2007 13:13
af DoRi-
Sælir,

Eins og margir íslendingar þá er ég að byrjá í skólanum aftur, og þá er admininn náttúrulega búinn að loka á allt sem er sniðugt, og ekki er það skemmtilegt...

svo ég var að pæla hvað væri besta leiðin til að komast framhjá þessum filterum og datt bara í hug að setja upp minn eigin proxy server, en mér tókst einhvernveginn ekki að finna neitt um að búa til sinn eigin proxy server, bara hvernig ætti að stilla hann inn í browserinn

hefur einhver hér einvherja reynslu á að setja upp svona server eða veit einvher einhverja aðra leið til að komast framhjá þessum filterum

ég þyrfti bara að port scanna staðinn til að vita hvaða port eru opin til að vita hvað ég á að gera, en ég veit að ég kemst ekki inn á ftp serverinn minn, SSH virkar ekki og ekki heldur port 6886 sem er fyrir azureus webui, síðan virkar VNC ekki hjá mér heldur, en það hefur aldrei virkað þegar það er ekki local..(einhver ráð þar kannski líka?)


með fyrirfram þökkum,
Halldór Sig

(ekki væri verra ef að hugsanleg server forrit væru fyrir 32-bita linux, þar sem að ég vil ekki setja upp windows fyrir 'opið' net)

Sent: Mán 03. Sep 2007 13:23
af Amything

Sent: Mán 03. Sep 2007 13:37
af DoRi-
takk kærlega

þetta ip tölu drasl virðist virka ágætlega
gaman gaman

Sent: Mán 03. Sep 2007 16:54
af Revenant
http://psiphon.civisec.org/ er líka einn kostur

Sent: Fös 21. Sep 2007 00:30
af depill
Hmm, þarftu ekki að nota proxy server til að komast út á netið. Ég man að þegar ég var í framhaldsskóla ( áður en ég datt uppí HÍ sem eru auðvita allt opið ) að þá þurfti ég að nota proxy server til ða geta gert eithvað. Var fyrst opið samt fyrir SSH út sem var beauty SSH-tunnel.

Allavega varðandi proxy server sem myndi laga vandamálin þín fyrir vafrið en ekki SSH og VNC þá er það bara Squid, lítið mál að configa og ekkert má lað setja hann uppá Linux

http://www.squid-cache.org/

Ef þú lendir i veseni að configa geturðu fengið þér bara webmin þá er þetta minna en ekkert mál.

Ef þú finnur einhver opin port sem þú getur notað, gætirðu nottulega sett upp SSH á því porti og gert SSH-tunnel, það er bara beauty.

Svo er hreinlega spurning hvort að hann sé með VPN passtrough, þá er augljóst að setja upp VPN server og nota það.