Síða 1 af 1

Windows Media Center

Sent: Mið 01. Ágú 2007 23:41
af freysi
Sælt veri fólkið.

Ætla fara tengja sjónvarp við tölvuna og langaði til að spyrja hvort maður ætti að fá ser þetta líka.

Er eitthvað vit í þessu? Hvað gerir þetta nákvæmlega? Hverjir eru möguleikar manns þegar maður er með þetta?

Vona þið getið svarað þessu fyrir mig.

kveðja,

Sent: Mið 01. Ágú 2007 23:49
af Yank
Ef þú ert með tölvu tengda við sjónvarp 24/7 sérstaklega ef það er LCD þá er mjög sniðugt að hafa WMC vegna þess að þú getur stjórnað flestu í gegnum fjarstýringu. Ég myndi þó mæla með Vista með media center t.d. Vista Home Premium því það kemur betur út en eldri útgáfa.

Sent: Fim 02. Ágú 2007 16:32
af ÓmarSmith
Eða bara kaupa flakkarann af mér sem þú varst að spá í ;)

Sent: Fim 02. Ágú 2007 18:28
af Dagur
Aðalkosturinn við media center er að geta tekið upp efni af sjónvarpinu og séð dagskrána með þægilegu viðmóti.
Sony ætla að gefa út tuner fyrir PS3 á næsta ári þannig að þú gætir notað hana fyrir media center í staðinn :-)

Sent: Mið 22. Ágú 2007 23:34
af Viggó Viðutan
Notaði þetta talsvert í windows XP media center útgáfunni og þetta er æðislegt tæki. Hinsvegar krassaði beyglan, ekkert svosem nýtt og svo kom sumar. Ekkert gert enda kallinn þekktur golfari.
Núna er að koma haust og félagi minn sá þetta hjá mér og setti saman sitt media center og setti inn Vista Home Premium og þetta virkar mjög vel hjá honum.
Varðandi umræður um svo sjónvarpsflakkar og mediacenter þá er jafn mikill munur á þessu og Toyota Yaris og Toyota Landcruser.

Eini böggurinn er að geta elt textaskrárnar í sjónvarpinu fyrir dagskrá miðla 365.... annað virkar sweeeeeeet.

skál.

Sent: Fim 23. Ágú 2007 07:55
af gnarr
Mynd