Síða 1 af 1

cat5 kaplar og hausar

Sent: Sun 22. Júl 2007 21:48
af Skoop
Sælir
Hvar get ég keypt rúllu af cat5e kapli, hausa , og clamp verkfæri, já og cable tester til að prufa líka

búinn að fá nóg af okri þegar maður kaupir þetta með hausunum.

Sent: Sun 22. Júl 2007 22:21
af AngryMachine
Það fer eftir því hvað þú ert að nota mikið af efni, ef þú ert bara að gera þrjá -fjóra kapla þá mæli ég með því að þú bítir í það súra og látir bara okra á þér, borgar sig ekki að vera að eltast við þetta.

Ef við erum að tala um eitthvað meira magn þá er hægt að fá allt þetta drasl í lausu hjá td. örtækni. En þar sem verðlag hér á landi er einfaldlega langt fyrir ofan það sem gengur og gerist erlendis þá er ódýrasti kosturinn að öllum líkindum að kaupa allann pakkann á Ebay. Borgar 450kr gjald + 24,5% ofaná innkaupaverðið.

Sent: Sun 22. Júl 2007 23:52
af Skoop
þetta er fyrir fyrirtækið sem ég vinn hjá, og við viljum eiga töluverðan slatta af þessu inná lager og verkfærin til að útbúa og prófa þetta.

er ebay semsé málið eða er eittvað annað fyrirtæki sem ég get fengið þetta hjá ?

hvað með hausana og cable tester ?

Sent: Mán 23. Júl 2007 11:26
af axyne
Getur keypt allt sem þú þarft hjá Nýherja.

Tölvulagnir Nýherja að Köllunarklettsvegi 2 er opið frá 09:00 - 18:00 alla virka daga. Sími: 569-7400.

Sent: Mán 23. Júl 2007 12:23
af AngryMachine
Ok, ef að þetta er á vegum fyrirtækis þá er það svolítið annað mál, fer þá eftir því hvernig verð ykkur tekst að semja um hjá aðilum hérlendis.

Sent: Mán 23. Júl 2007 15:49
af ÓmarSmith
Nú þekki ég ekki hvort Síminn sé að selja þetta til annara. Gætir prufað að hringja í 550-6000 og beðið um Birgðalager.

Sent: Mán 23. Júl 2007 16:48
af beatmaster
http://www.ronning.is/ þeir eru með þetta

Sent: Mán 23. Júl 2007 20:01
af GuðjónR
Líklega eru http://www.ihlutir.is með þetta líka.

Sent: Þri 24. Júl 2007 23:26
af Dagur
Þetta færst líka allt á http://computer.is nema hugsanlega cable tester

Sent: Fim 26. Júl 2007 22:00
af OliA
Ískraft eru með allt sem þú þarft. Amk er best að versla þar ef þú ert á Akureyri, veit ekki með Rvk. Töluvert ódýrari en rönning amk

Sent: Fös 27. Júl 2007 12:34
af Blackened
OliA skrifaði:Ískraft eru með allt sem þú þarft. Amk er best að versla þar ef þú ert á Akureyri, veit ekki með Rvk. Töluvert ódýrari en rönning amk


Satt.. Ískraft Akureyri er solid með allt cat5 og 6 efni sem þarf..

og ég reikna með því að rvk sé ekki síðri ;)

OliA ertu rafvirki á Akureyri? hjá hverjum vinnuru?