Síða 1 af 1

ubuntu/GRUB vandamál

Sent: Fös 20. Júl 2007 14:41
af DoRi-
Heilir og sælir,

í gærkvöldi ákvað ég að skipta yfir á linux, ég skellti ubuntu 7.04 disknum mínum í, fór í install, eyddi sda1, og bjó til 3 ný partition; /,/boot og swap (/ = 50gb, /boot = 476MB og swap 2gb)

ég installaði og allt í góðu(reyndar eftir þriðju tilraun að reyna að láta þetta virka :x ) , kerfið gaf mér möguleika á að restarta eða halda áfram að nota livecd, ég restartaði þar sem það komu engar villur í uppsettningu og hélt að allt væri í lagi (loksins), tölvan kveikti á sér eins og vanalega, nema að ég fékk þetta frábæra "insert system disk and press enter" (stytt útgáfa)

nú spyr ég ykkur, hvað á ég að gera?
ekki koma með svör eins og "fáðu þér windows", ég vil skipta, þótt að ég muni sakna leikjanna :(

Sent: Fös 20. Júl 2007 20:19
af JReykdal
Ef þú ferð aftur í live-cd...sérðu þá installið?

Sent: Lau 21. Júl 2007 00:47
af Dagur
eru margir diskar í tölvunni?

Sent: Lau 21. Júl 2007 18:36
af DoRi-
mér tókst að redda þessu

notaði Ultimate Boot CD, og inná honum er "Super Grub CD" eða álíka, og það installar grub fyrir mann( smá stillingar)

ég var líklega búinn að eyða allt í allt 2klst í að boota vélinni. allt og mikið vesen :)

en það var frábært að finna lausnina sjálfur :)