Hvernig er Vista að gera sig?

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Hvernig er Vista að gera sig?

Pósturaf appel » Fös 22. Jún 2007 09:56

Er búinn að nota XP heillengi, og líkar enn ágætlega við það.

Þeir sem eru búnir að nota Vista í einhvern tíma, og notuðu XP áður, hvernig er ykkur að líka við Vista?


*-*

Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 802
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Reputation: 65
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dagur » Fös 22. Jún 2007 11:30

meh


Haltu bara áfram að nota XP í bili




Stebet
spjallið.is
Póstar: 424
Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stebet » Fös 22. Jún 2007 11:31

Svínvirkar hjá mér, en ég er líka með nýlegann vélbúnað. Driverar fyrir allt nema Creative webcamið mitt og Geforce 8800 kortið eru innbyggðir í Vista.

Drullustabílt og allt sem ég er að nota virkar fínt:
World of Warcraft
EVE
Visual Studio 2005
SQL Server 2005
Office 2007
Avisynth
Windows Media Encoder

Þetta er svona það helsta sem ég er að dunda mér með. Ég er að keyra x86 b.t.w.

Tekur smá tíma að venjast UAC dæminu (það biður um staðfestingu á öllum aðgerðum sem þú gerir á möppum sem þinn User er ekki beinn owner að) en það hefur bara vanið mig á að finna sem mest í möppunum sem tilheyra mínum user.

Persónulega finnst mér það líka töluvert stabílla en XP. Hins vegar ef þú ert með Nvidia SLI þá mæli ég ekki með upgradei strax, þar sem SLI á Vista hefur ekki gengið mjög vel. Það er hins vegar von á driverum frá Nvidia fljótlega sem eiga að bæta það töluvert.




Stebet
spjallið.is
Póstar: 424
Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stebet » Fös 22. Jún 2007 11:32

Dagur skrifaði:meh


Haltu bara áfram að nota XP í bili


frábær rök hjá þér :popeyed



Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 802
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Reputation: 65
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dagur » Fös 22. Jún 2007 13:33

Stebet skrifaði:
Dagur skrifaði:meh


Haltu bara áfram að nota XP í bili


frábær rök hjá þér :popeyed


Hann bað bara um álit en ekki rök fyrir því að Vista sé betra/verra en XP.

Mér finnst Vista bara ekkert sérstakt og varla þess virði að uppfæra. Ég tók það saman í eitt orð: meh :)



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1702
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Fös 22. Jún 2007 14:25

Byrja á að taka það fram að ég er ekki að nota Vista og hef rétt aðeins prófað það.

Hinsvegar hef ég lesið að það taki því ekki að uppfæra.. bara til þess að uppfæra. Byltingin er ekki það mikil. Ef þú ert að kaupa þér nýja tölvu og þarft að velja stýrikerfi með henni, veldu Vista, annars ekki.




kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf kristjanm » Lau 23. Jún 2007 22:26

Þetta er ekki rétt.

Munurinn er MJÖG mikill og algjörlega þess virði að uppfæra.

appel ef þú prófar Windows Vista muntu sjá strax að það er stórt stökk fram á við frá XP.

Það eru mjög margir með mikla fordóma á móti Vista og segja að það sé óstöðugt og fleira en þetta er eitthvað sem ég kannast ekki við. Ég notaði Windows XP í mörg ár og finnst Vista mun stöðugra en XP, allavega fyrir þá hluti sem ég er að gera sem er basic tölvunotkun.

Þó svo að Vista sé nýtt er það alls ekki hægvirkara en XP, frekar öfugt ef eitthvað er.

Annars ætla ég ekki að fara út í eitthvað rifrildi með eða á móti Vista hérna, þetta er mín skoðun og ef einhver hérna er ósammála endilega látið vita á sómasamlegan hátt og ekki beina spjótum ykkar að mér persónulega. Er orðinn þreyttur á að rífast um þetta.




Stebet
spjallið.is
Póstar: 424
Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stebet » Lau 23. Jún 2007 22:39

Stutturdreki skrifaði:Byltingin er ekki það mikil.


Þessi lína fer alltaf jafn mikið í taugarnar á mér. Veit ekki hver kom henni af stað eiginlega, en breytingarnar eru jú massífar. Það hefur ekki verið gerð jafn mikil breyting á Windowsinu (bæði í grunnkóða og útliti) síðan stökkið úr Windows 3.11 í Windows 95.



Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Danni V8 » Sun 24. Jún 2007 08:32

Bróðir minn og pabbi minn voru að kaupa sér nýjar tölvur, báðar með Vista. Þetta er þrælmagnað stýrikerfi en það er frekar erfitt að eiga við það gamlan hugbúnað þar sem það eru ekki til neinir almennilegir driverar. Pabbi keypti sér Nvidia FX 5200 til að fá eitthvað ódýrt skjákort með tengjum fyrir 2 skjái og þeir í Tölvulistanum mældu með þessu korti. Endaði með því að það var bara þvílíkt vesen að koma þessu upp og virkja þessa 2 skjái á sama tíma og svo varð tölvan ennþá hægvirkari fyrir vikið.

En ef það er allt nýtt í þessu einsog hjá brósa þá er þetta ekkert smá stöðugt og gott kerfi og ég mæli hiklaust með því!

Ég er bara búinn að lenda í einu veseni og það er að tengja Vista tölvu við XP tölvu og reyna að nota prentarann sem er tengdur við XP tölvuna. Grunar að það sé því að Vista reynir að installa prentaranum en getur það ekki því að driverinn sem er til fyrir styður ekki Vista.



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1903
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf emmi » Sun 24. Jún 2007 12:25

Ef þú ert að kaupa nýja tölvu/vélbúnað þá er það ekki spurning að fara í Vista.



Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Pósturaf ManiO » Sun 24. Jún 2007 20:48

Fara í eitthvert linux distro frekar :8)


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Sun 24. Jún 2007 20:57

Þetta hefur kosti og galla, gallarnir eru drivera support er ekki orðið 100%
Slatti af forritum virka ekki, líklega eru þó flestir forritarar að laga forritin sín að vista.
Þetta kerfi er mun þyngra í keyrslu og þú þarft að vera með öfluga tölvu til að keyra það, ég prófaði að setja það á p4-2.533 1gb ram og það var ekki að gera sig.

Kostirnir eru þeir að þetta á að vera öruggara kerfi, engin spurning er að það er meira fyrir augað og svo er þetta það sem koma skal.
Hvað mig varðar þá er ég að hugsa um að henda þessu út og halda mig við XP svona fram að áramótum prófa þá aftur.
Finnst frekar fúlt að geta ekki notað NetobjectFusion og laser prentarann.
Ég lenti líka í veseni með þráðlausa flakkara en náði að "goggla" mig út úr því með einhverju 3d party skítamixi.

Sitt sýnist hverjum...



Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Sun 24. Jún 2007 22:04

Ég elska flest en það eru 2 stórir hlutir sem fara í taugarnar á mér...

- Að horfa á video og slideshow er hrikalega seinvirkt í öllum forritum frá Microsoft, að skoða myndirnar í Picasa gengur eins og eðlilegt er. Kanski er það nVIDIA að kenna ég veit það ekki, allavega ræður tölvan mín VEL við Vista að öðru leiti

- ffdshow virkar ekki eins vel, ekki hægt að breyta stillingum meðan video er í gangi t.d.