Síða 1 af 1
Windows firewall.... turn off?
Sent: Fös 15. Jún 2007 21:57
af Harvest
Daginn... eða kvöldið öllu heldur.
Ég var að spá hvort það væri í lagi að slökkva á windows firewall...
Hann er að bögga streymi milli tveggja tölva (gera það hægt osf).
Það er góð vírusvörn (lykla-pétur held ég að hún heiti - nýjasta útgáfan).
Svo... er þetta í lagi uppá allt? Er mikið á erlendum síðum og dowloada osf.
ps. Ég er með 10/100/1000 og held reyndar að ég sé ekki alveg að fá þann hraða sem ég ætti að vera að fá (er með cat6 snúrur og allan pakkann + 1000 netkort).
Þakka ykkur fyrir svörin... svona fyrirfram
Sent: Lau 16. Jún 2007 00:41
af Pict1on
slöktu á honum hann er ekkert nema vesen..
ættir ekki að lenda í neinu böggi ef þú ert ekki að opna hluti sem þú veist ekki hvað er...
Sent: Lau 16. Jún 2007 02:29
af kristjanm
Alls ekki slökkva á Windows Firewall!
Þessi vírusvörn er ekki að fara að koma í stað fyrir eldvegginn, ef þú þarft endilega að slökkva á windows firewall finndu þá einhvern annan eldvegg á netinu og notaðu hann.
Ég efa reyndar stórlega að windows firewall sé að takmarka hraðann á netkortinu þínu. Þú veist að ef þú ert að færa gögn á milli tveggja tölva þá fer þetta náttúrlega ekki hraðar en hörku diskarnir geta lesið/skrifað gögnin.
Sent: Lau 16. Jún 2007 09:20
af GuðjónR
Windows Firewall þvælist alltaf fyrir mér, hef alltaf slökkt á honum og öllu þessu "sjálfkrafa" dóti í Windows.
Sent: Lau 16. Jún 2007 12:46
af Selurinn
Hef alltaf slökkt á Windows Firewall Servicnum og á öllum tölvum vinna minna og bara allstaðar sem ég kemst í tölvu þar sem þetta er eintómt bögg.
Hann alarmar mann um að eitthvað sé að sleppa í gegn þegar maður VILL að það sleppi í gegn, svo þegar eitthvað á ekki að komast í gegn eins og vírus eða eitthvað, þá kemst það alltaf inní tölvuna hjá manni.
Windows Firewall = rusl
http://images.hugi.is/netid/82998.jpg
Kveðja.....
Sent: Lau 16. Jún 2007 12:59
af zedro
Whoot
Aldrey lent í veseni með Windows Firewall
Tek varla eftir honum
Sent: Lau 16. Jún 2007 14:00
af beatmaster
Ekki til hjá mér að ég lendi í veseni með WF, virkar alveg eins og hann á að gera og er ekki þungur í vinnslu eins og aðrir 3 party eldveggir sem að ég hef prófað
Sent: Lau 16. Jún 2007 15:26
af Harvest
kristjanm skrifaði:Alls ekki slökkva á Windows Firewall!
Þessi vírusvörn er ekki að fara að koma í stað fyrir eldvegginn, ef þú þarft endilega að slökkva á windows firewall finndu þá einhvern annan eldvegg á netinu og notaðu hann.
Ég efa reyndar stórlega að windows firewall sé að takmarka hraðann á netkortinu þínu. Þú veist að ef þú ert að færa gögn á milli tveggja tölva þá fer þetta náttúrlega ekki hraðar en hörku diskarnir geta lesið/skrifað gögnin.
Hann er ekki að minnka endilega flutningsgetu heldur þegar ég er að reyna að komast inná og sjá hvað er á hinni vélinni verður það slow as fuck... ég prufaði að slökkva á veggnum á vélinni sem að ég var að reyna að komast inná og viti menn... þetta byrjaði allt að renna.
Vildi bara ekki slökkva á þessu ef að svo daginn eftir að ég væri kominn með vírus eða eitthvað. Er ekki mikið að opna/installa dóti sem að ég veit ekki hvað er. Reynslan hefur talað sínu máli það (enda aldrei fengið vírus, mér vitandi).
Sent: Lau 16. Jún 2007 21:51
af kristjanm
Aldrei hef ég lent í vandræðum með Windows Firewall.
En þið mælið semsagt með því að fólk keyri windowsið sitt án eldveggs?
Sent: Lau 16. Jún 2007 22:46
af urban
kristjanm
+EH l33T M@$TEr
Kom: 20 Jún 2004
Bréf: 1337
Staðsetning: Reykjavík
haha skemmtilegt heiti sem að menn fá við 1337 pósta
en það er kannski ekki verið að tala um að sleppa firewall, heldur að slökkva á windows firewall, fá sér síðan bara annan
Sent: Lau 16. Jún 2007 22:52
af Harvest
urban- skrifaði:kristjanm
+EH l33T M@$TEr
Kom: 20 Jún 2004
Bréf: 1337
Staðsetning: Reykjavík
haha skemmtilegt heiti sem að menn fá við 1337 pósta
en það er kannski ekki verið að tala um að sleppa firewall, heldur að slökkva á windows firewall, fá sér síðan bara annan
Haha... gaman að þessu!
En hvaða firewalls mæliði með?
Bæði fríir og ófríir
Vitiði hvort það sé hægt að fá firewalls "lánaða hjá vini"?
Sent: Þri 19. Jún 2007 18:51
af gumol
Zone Alarm var bestur hérna einhvertíman. Annars er kominn eldveggur á flesta routera í dag.
Sent: Þri 19. Jún 2007 18:54
af Harvest
gumol skrifaði:Zone Alarm var bestur hérna einhvertíman. Annars er kominn eldveggur á flesta routera í dag.
Heldurðu að hann sé nóg?
SpeedTouch 585 - ca. 1-2 ára
Sent: Þri 19. Jún 2007 20:34
af kristjanm
Hvernig væri að nota bara Windows Firewall? Í hvert skipti sem þú notar nýtt forrit sem vill tengjast netinu þarftu að ýta á unblock.
Varla ertu að installa nýjum forritum á hverjum degi?
Edit: Tek þetta til baka
Sent: Þri 19. Jún 2007 21:03
af Stebet
Eldveggur í router er engin lausn. Hann ver þig ekki fyrir því að einhver komi með orm/vírussýkta fartölvu og rústi innranetinu hjá þér. Annað eins hefur nú gerst.
Windows Firewall hefur aldrei flækst fyrir mér heldur. Sé enga ástæðu til þess að nota hann ekki. Hann hefur heldur aldrei truflað LAN tengingar hjá mér.
Sent: Mið 20. Jún 2007 00:01
af Blackened
Windows Firewall truflaði mig eitthvað í denn.. ég hef bara alla tíð síðan þá haft slökkt á honum og ekki orðið neitt meint af :/