Síða 1 af 1

"Windows has been activated too many times"

Sent: Fös 06. Apr 2007 14:12
af Viktor
Ég er alveg viss um að þið hafið heyrt þessa sp. oft, en ég hef formattað tölvuna þrisvar núna held ég, og ég get ekki virkt það með þessu serial númeri.

Þarf ég að kaupa Windows aftur á 10k? :cry:

Sent: Fös 06. Apr 2007 16:36
af Pandemic
Nei þú hringir bara í Microsoft.

Sent: Sun 08. Apr 2007 02:43
af Harvest
Bjallar í þá hjá Smáhugbúnaði (Microsoft)... þar þarftu að tala við operator í Noregi... alveg mjög gaman sko.

Þurfti að gera þetta um daginn..

Sent: Sun 08. Apr 2007 15:31
af Viktor
Hringi bara í Ofurmjúka þegar páskafríið er búið, ekki hægt að ná í þá núna..

Sent: Sun 08. Apr 2007 16:24
af Heliowin
Mér finst örmjúkir vera grófir að hafa lokað.

Sent: Þri 10. Apr 2007 03:22
af Silly
Þú getur líka bjallað í M$ í USA og fengið að tala við hugljúfa menn á Indlandi sem redda þér á no-time. Gerði það fyrir nokkrum vikum :lol:

Sent: Þri 10. Apr 2007 12:40
af Harvest
Silly skrifaði:Þú getur líka bjallað í M$ í USA og fengið að tala við hugljúfa menn á Indlandi sem redda þér á no-time. Gerði það fyrir nokkrum vikum :lol:


Haha á Indlandi? Af hverju talaðirðu við þá þar?

Sent: Þri 10. Apr 2007 13:29
af ÓmarSmith
Því lang flest stórfyrirtæki eru með tech support í gegnum Indland.

Ódýrt og öruggt vinnuafl. ( Staðreynd )

SITA sem er alþjóðlegt fyrirtæki sem sér um að panta þjónustur fyrir 500 stærstu flugfélög í heiminum t.d rekur alla sína þjónustu frá Indlandi.
Microsoft og apple gera þetta einnig.

Sent: Þri 10. Apr 2007 15:32
af Harvest
ÓmarSmith skrifaði:Því lang flest stórfyrirtæki eru með tech support í gegnum Indland.

Ódýrt og öruggt vinnuafl. ( Staðreynd )

SITA sem er alþjóðlegt fyrirtæki sem sér um að panta þjónustur fyrir 500 stærstu flugfélög í heiminum t.d rekur alla sína þjónustu frá Indlandi.
Microsoft og apple gera þetta einnig.


Ávalt eru peningarnir sem stjórna fyrirtækjunum, en ekki fyrirtækin sem stjórna peningunum :P

eða hvað...

Sent: Fös 13. Apr 2007 17:55
af so
já, fínt að virkja hjá indverjunum, lenti í því fyrir nokkru og gekk vel.

Sent: Lau 28. Apr 2007 12:30
af Viktor
Nennir einhver hér að segja mér nk. hvaða númer ég á að hringja í? Veit ekkert hvað ég á að stimpla inn til að fá þetta virkt =)

Sent: Lau 28. Apr 2007 13:45
af Harvest
Viktor skrifaði:Nennir einhver hér að segja mér nk. hvaða númer ég á að hringja í? Veit ekkert hvað ég á að stimpla inn til að fá þetta virkt =)


Ferð bara í "activate windows over the phone" og þá er þér gefið einhvað númer.

Held að það sé norskt (allavega þurfti ég að hringja þangað). Og þá verðuru að setja 0047 á undan númerinu (sem er bara landakóði inní Noreg).

Þetta er samt sennilega gefið í númerunu.