Síða 1 af 1

opna port

Sent: Fös 23. Mar 2007 18:21
af skolli
Ég er með tengingu frá skrin því að ég bý út á landi og þetta er það eina sem hægt er að fá. Ég er með zyxel prestige 700 router. ég er búinn að fynna leiðbeiningar fyrir þetta en ég kemst ekki inná routerinn. ég er búnað prófa admin og 1234 í username og password en ekkert virkar getur einhver hjálpað mérmmeð þetta?

Sent: Fös 23. Mar 2007 18:44
af zedro
Ertu buinn að hringja í þjónustuver þjónustuaðila þíns?

Re: opna port

Sent: Lau 24. Mar 2007 16:44
af depill
skolli skrifaði:Ég er með tengingu frá skrin því að ég bý út á landi og þetta er það eina sem hægt er að fá. Ég er með zyxel prestige 700 router. ég er búinn að fynna leiðbeiningar fyrir þetta en ég kemst ekki inná routerinn. ég er búnað prófa admin og 1234 í username og password en ekkert virkar getur einhver hjálpað mérmmeð þetta?


Er ég nokkuð geðveikur eða er ekki Prestige 700 serían SHDSL. Allavega þá er routerinn þinn pottþétt með undirnúmer. En ég myndi giska að netþjónustu aðilinn þinn hafi læst þig útfrá honum sérstaklega ef þetta er SHDSL það er eiginlega vaninn, hugsað sem rekstrarþjónusta. Getur örugglega fengið aðgang að honum með því að bjalla í SKRÍN, það er oft auðveldasta leiðin.

Sent: Lau 24. Mar 2007 18:57
af Blackened
Skrín.. það skítakompaní er ekki til lengur :P.. þetta heitir Skýrr Akureyri í dag http://www.skrin.is leiðir þig á skýrr

var þar með adsl.. og port voru endalaust vesen.. það var (amk á akureyri) lokað fyrir öll port by deafult.. í einhverjum eldvegg sem að þeir eru með hjá sér.. og það kostaði smá tiltal við tæknideildina að fá þá til að opna port fyrir mig.. (reyndar var það fyrir svona 2 árum)

og síðan eru þeir bara búnir að vera svo leiðinlegir við mig síðustu mánuði að ég skipti bara og fór yfir til símans og ég hef bara aldrei verið ánægðari :P

En ef þú ætlar að hringja í tæknideildina hjá þeim.. þá er gaur þar sem heitir Diddi sem er helvíti hress og hlýtur að geta hjálpað þér

Sent: Lau 24. Mar 2007 19:45
af skolli
Ok þetta er shdsl og ég er ekki búinn að hringja í þá ég geri það þá bara einhvertíman. Takk fyrir hjálpina :D