IceCaveman skrifaði:IBM voru fyrstir til að hanna PowerPC en voru ekkert að gera þá með Apple í huga heldur fyrir sínar eigin server vélar, svo hefur motorolla verið að gera nokkra örgjörva fyrir Apple sem þeir hafa gert eftir IBM hönnun á PowerPC. Þú ættir að hafa heyrt um G5, 99% hannaður af IBM.
þú gleymir líka að osx kostar meira og apple eru að fá helling fyrir sölu á vélbúnaðinum ( sem þeir þvinga uppá kaupandan )svo það er bara sjálfsagt að allt fylgi með, enda hver fer að eyða tugum þúsundum meira í mac ef það fylgir svo ekki allt með? Þeir þvinga þig til að kaupa allt og eru svo endalaust að selja nýjar uppfærslur á kerfið, panther osfv... mjög gott fyrir fólk sem kann ekki með peningana að fara.
Afsakið... ég skil ekki alveg hvað þú ert að fara.
IBM hannaði PowerPC og framleiddi í einhvern tíma þangað til Motorola tók alfarið við framleiðslu fyrir Apple. G5 er búinn til af IBM já.
Kostar MacOS X meira heldur en WinXP? Ég hef aldrei séð annað eins rugl. Gerðu verðsamanburð.
Skólaútgáfa MacOS X kostar 995 krónur.
Venjuleg útgáfa kostar 9.950 krónur.
Þessar báðar útgáfur eru "full version" ekki upgrade.
Eru þeir að fá "helling" fyrir sölu á vélbúnaðinum?
Þeir setja einungis gæðamerki í vélbúnað sinn og fyrir utan það þá er hönnun innifalið í verðinu og náttúrulega gæðin (enda eru Apple tölvur með eina lægstu bilanatíðni í tölvuheiminum).
Þeir hafa aldrei þvingað mig til að kaupa eitt né neitt.
Eru þeir endalaust að selja nýjar uppfærslur?
Hvaða dæmi hefur þú önnur en Panther (sem er ekki einu sinni komið á markað)?
Ég hef upgrade-að Jaguar (OS 10.2.X) mörgu sinnum í gegnum svokallað "Software update", það forrit sér um að finna nýjustu útgáfur af öllum forritum sem fylgja vélinni, og það kostar mig ekki neitt.
Síðan hvenær hefur Microsoft ekki selt upgrade fyrir stýrikerfin sín?
Líttu á Win95, Win ME, Win98, Win2000 og WinXP.
Fyrir utan það kostar WinXP morðfjár (nýtt, þ.e.a.s.), aðeins 44.000 krónur á meðan nýtt MacOS X kostar undir 10.000 kall.
Það flottasta í innlegginu þínu er: "mjög gott fyrir fólk sem kann ekki með peningana að fara".
Kann ekki að með peningana sína að fara?
Hvað meinarðu nákvæmlega með þessu?
Annars sé ég ekkert annað en fordóma gegn Mac OS / Apple frá orðum þínum.
Ég hef ekkert á móti Windows eða almennt PC vélum.
Málið er að ég kann að fara með peningana mína, enda hefur aldrei neitt verið að tölvunni minni og hef ég átt Mac síðan 1995.
Ég hef aldrei fengið vírus og ég hef bara aldrei lent í neinum vandræði í sambandi við neitt.
Mac OS X sparar þér tíma, það er bara einfalt.
Prufaðu það bara sjálfur og dæmdu síðan.
(Ég hef allaveganna prufað og notað Windows).