Síða 1 af 1

Ubuntu, vesen með wifi

Sent: Sun 04. Feb 2007 15:49
af Cascade
Sælir,

Ég er með Ubuntu 6.10 og er með usb wireless dongle, frá CNet.

Ubuntu er með rekla fyrir hann, svo ég þarf ekki að installa neinu til að fá hann til að virka, en vesenið er, að stundum hættir hann allt í einu að virka.
Þegar ég scanna iwlist þá sér hann engin net. Þá þarf ég að reboota tölvunni til að fá hann til að virka.


Frekar óþægilegt þegar þetta gerist.


Einhver sem kann ráð til að laga þetta?

Re: Ubuntu, vesen með wifi

Sent: Sun 04. Feb 2007 16:54
af dorg
Cascade skrifaði:Sælir,

Ég er með Ubuntu 6.10 og er með usb wireless dongle, frá CNet.

Ubuntu er með rekla fyrir hann, svo ég þarf ekki að installa neinu til að fá hann til að virka, en vesenið er, að stundum hættir hann allt í einu að virka.
Þegar ég scanna iwlist þá sér hann engin net. Þá þarf ég að reboota tölvunni til að fá hann til að virka.


Frekar óþægilegt þegar þetta gerist.


Einhver sem kann ráð til að laga þetta?



Þú getur hugsanlega fengið hann til að virka með því að gera
rmmod modulnafn
og svo aftur
modprobe modulnafn

Sent: Sun 04. Feb 2007 17:21
af Voffinn
Hvernig access point ertu með? Ég lendi í því með MSI access point sem ég er með heima að ef ég fer nógu langt í burtu til að missa sambandið í smá stund að þá fæ ég ekkert að fara inná hann aftur fyrr en að ég annaðhvort restarta tölvunni eða restarta access pointinum.

Sent: Sun 04. Feb 2007 18:03
af Cascade
Voffinn skrifaði:Hvernig access point ertu með? Ég lendi í því með MSI access point sem ég er með heima að ef ég fer nógu langt í burtu til að missa sambandið í smá stund að þá fæ ég ekkert að fara inná hann aftur fyrr en að ég annaðhvort restarta tölvunni eða restarta access pointinum.


Er með Zyxel router bara frá Hive.

Á líka Zyxel usb stick, nema hvað ubuntu styður hann ekki. Á samt að vera hægt að fá hann að virka með ndiswrapper. Hef samt aldrei nennt því, þar sem ég á þennan CNet líka sem er studdur af ubuntu.