Vandræði með netið á vélini minni.
Sent: Fim 01. Feb 2007 14:13
Jæja, einn morguninn vakna ég, starta vélinni og netið virkar ekki. Skrítið þar sem það var kveikt á routernum og allt tengt. Það skrítna er að það virkar í annari vél á heimilinu og öllu sem tengist þráðlausa. Ég er búinn að prufa að skipta um snúru, port á routernum sem og tengi á tölvuni. Búinn að skipta um ip tölu, taka static ip af, opna öll port, slökkva á Windows firewall sem er eina vörnin í tölvuni minni svo það er ekki líklegt að eitthvað forrit sé að hindra netið, ég er búinn að prufa allt nema að tjah, það er ekki langt síðan ég formataði (+ ég hef alltaf talið format vera "auðveldu" leiðina undan vandamálum) en ég gæti mögulega prufað að skipta um driver þó ég sé ekkert sérstaklega hrifinn af því.
Sama hvað ég geri kemur alltaf bara "Limited or no connectivity. nákvæmlega ekkert hefur breyst í stillingum hvað routerinn eða tölvuna mína varðar. Driverinn fyrir netkortið segist nú vera í góðu lagi. Ég er bara alveg uppiskroppa með hugmyndir, vill helst ekki þurfa að borga fyrir viðgerð þar sem ég hef nú leyst flest mín vandamál sjálfur eða einfaldlega með hjálp netverja
Svo nú biðla ég til ykkar vaktmenn, einhverjar hugmyndir?
Sama hvað ég geri kemur alltaf bara "Limited or no connectivity. nákvæmlega ekkert hefur breyst í stillingum hvað routerinn eða tölvuna mína varðar. Driverinn fyrir netkortið segist nú vera í góðu lagi. Ég er bara alveg uppiskroppa með hugmyndir, vill helst ekki þurfa að borga fyrir viðgerð þar sem ég hef nú leyst flest mín vandamál sjálfur eða einfaldlega með hjálp netverja
Svo nú biðla ég til ykkar vaktmenn, einhverjar hugmyndir?