Síða 1 af 1

Vandræði með ATI rekla, X og Fedora

Sent: Mið 31. Jan 2007 19:45
af ManiO
Ég setti upp reklana fyrir skjákortið á Fedora core 6, var með X í gangi (var kannski ekki það sniðugusta) og nú þegar ég ræsi Linux fæ ég bara svartan skjá og eftir smá stund ef ég ýti á Esc þá fæ ég upp glugga með villumeldingu á X og spyr hvort ég vilji configa það. Ef ég geri það þá fæ ég upp beiðni um root password, set það inn og fæ svo bara svartan skjá með blikkandi "_" í efra vinstra horni.

Veit einhver hvernig ég get lagað þetta?

Sent: Fim 01. Feb 2007 12:06
af ManiO
Enginn?

Sent: Fim 01. Feb 2007 12:39
af JReykdal
4x0n skrifaði:Enginn?


Hvað segja loggar?

Sent: Fim 01. Feb 2007 13:47
af ManiO
JReykdal skrifaði:
4x0n skrifaði:Enginn?


Hvað segja loggar?


Get ekki séð þá þar sem ég kemst ekki inn :(

Sent: Fim 01. Feb 2007 20:02
af dorg
4x0n skrifaði:
JReykdal skrifaði:
4x0n skrifaði:Enginn?


Hvað segja loggar?


Get ekki séð þá þar sem ég kemst ekki inn :([/quote

Þú getur alltaf ýtt á alt og F2 til að fá text mode það ætti ekki að vera vandamál

Ef það gerir sig ekki getur þú startað í single user með því eða stoppa í ræsingu
esc
og ýta á e fara aftast í línuna sem listar kernelinn og bæta þar við bil og 1 og Ýta svo á b fyrir boot.

Skráin /etc/inittab inniheldur svo hvaða runlevel þú ferð inn á breyttu úr 5 í 3
og næsta startup endar í textmode.

prófaðu svo að keyra startx til að ræsa X þaðan.
Þegar þú ert orðinn sáttur breytir þú aftur í runlevel 5 í /etc/inittab

Færð fínan log yfir X.
Oft þarf að stilla ræsingu á modulum með Hardware accel driverum