Síða 1 af 3

Vista Updates og Ultimate Extras komin

Sent: Mán 29. Jan 2007 22:20
af Stebet
Á slaginu þegar launchið fór í gang hjá Bill Gates og félögum. ein 7 updates og 2 Ultimate Extras. Texas Hold'Em leikur og BitLocker viðbætur sem meðal annars leyfa manni að geyma encryption lykilinn í læstri digital hirslu (Digital Locker) á windowsmarketplace.com.

Bíð spenntur eftir fleiru :D

Ég geri fastlega ráð fyrir að ansi mörg driver updates hafi farið online líka.

Sent: Þri 30. Jan 2007 09:39
af Tappi
Þetta lýtur vel út! Ég ætla samt ekki að fara aftur yfir í vista fyrr en Nvidia kemur með drivera sem virka.

Sent: Þri 30. Jan 2007 12:36
af ÓmarSmith
Það mun frjósa í helv þegar ég greiði svona upphæðir fyrir Vista. :8)

Sent: Þri 30. Jan 2007 13:20
af Stebet
ÓmarSmith skrifaði:Það mun frjósa í helv þegar ég greiði svona upphæðir fyrir Vista. :8)


http://www.windowsmarketplace.com/details.aspx?view=info&itemid=3268636

Downloadable Windows Vista Ultimate Upgrade fyrir 259$. Mér finnst það nú ekkert stjarnfræðilega dýrt.

Svo er OEM útgáfan af Ultimate til sölu hjá Tölvulistanum á 19.900.

Mér finnst þetta eiginlega ódýrara en ég átti von á.

Sent: Þri 30. Jan 2007 13:36
af emmi
Það er nú lítið varið í að eiga OEM útgáfu þar sem ekki er hægt að flytja það á milli véla ef maður fær sér nýja. Svo með Upgrade útgáfurnar, það ógildir gamla XP leyfið þitt þannig að ekki er það nú svo gott heldur. :)

Sent: Þri 30. Jan 2007 13:57
af Heliowin
Vista OEM leyfi er líka mjög takmarkað. Ef maður hefur breytt um vélbúnað of oft þá á maður það á hættu að þurfa að kaupa nýtt leyfi.

Edit: að þurfa að kaupa nýtt leyfi er víst ekki alveg rétt. Þetta var tilvitnun í reglu sem hefur verið nýlega hætt við.

Sent: Þri 30. Jan 2007 14:54
af ÓmarSmith
Nákvæmlega.

Svo þarftu að straua og lendir í veseni. whoops.


Best að eiga þetta alltaf á disk. En þá kostar þetta líka 50.000 kall sem er rugl.

Sent: Þri 30. Jan 2007 16:51
af Stebet
emmi skrifaði:Svo með Upgrade útgáfurnar, það ógildir gamla XP leyfið þitt þannig að ekki er það nú svo gott heldur. :)


Tja.. kannski þess vegna heitir sem þetta heitir upgrade og er ódýrara en venjulega útgáfan? :P

Sent: Þri 30. Jan 2007 17:03
af Pandemic
Heliowin skrifaði:Vista OEM leyfi er líka mjög takmarkað. Ef maður hefur breytt um vélbúnað of oft þá á maður það á hættu að þurfa að kaupa nýtt leyfi.


Bull, þú getur bara ekki activeitað það í gegnum netið. Verður s.s að hringja í microsoft, hef gert þetta hundrað sinnum og engin vandamál.

Sent: Þri 30. Jan 2007 17:21
af Heliowin
Pandemic skrifaði:
Heliowin skrifaði:Vista OEM leyfi er líka mjög takmarkað. Ef maður hefur breytt um vélbúnað of oft þá á maður það á hættu að þurfa að kaupa nýtt leyfi.


Bull, þú getur bara ekki activeitað það í gegnum netið. Verður s.s að hringja í microsoft, hef gert þetta hundrað sinnum og engin vandamál.


Ég fékk þessar upplýsingar á norsku á MSDN. Ég finn ekki samsvarandi upplýsingar á ensku:

Man legger altså sammen poengene for hver hardware endring siden første installasjon av Vista, og om disse overskrider 25 poeng så vil Vista be om å bli reaktivert. Dette betyr at om du har en maskinvarebundet versjon av Vista (OEM) så må du kjøpe ny lisens.

Håper dette oppklarer en del forvirring.

http://blogs.msdn.com/runez/archive/200 ... ering.aspx

Edit: þýðing- Maður leggur þarað segja stigin saman fyrir hverja vélbúnaðarbreytingu síðan frá fyrstu uppsettningu á Vista, og ef þau eru fleiri en 25 stig þá mun Vista biðja um að vera endurvakið (reactivated). Þetta þýðir að ef þú hefur vélbúnaðarbundið eintak af Vista (OEM) þá þarftu að kaupa nýtt leyfi.

Edit: Mér skilst að MS ætli með þessu að herða OEM reglu.

Edit: að þurfa að kaupa nýtt leyfi er víst ekki alveg rétt. Þetta var tilvitnun í reglu sem hefur verið nýlega hætt við.

Sent: Þri 30. Jan 2007 18:26
af emmi
Pandemic skrifaði:
Heliowin skrifaði:Vista OEM leyfi er líka mjög takmarkað. Ef maður hefur breytt um vélbúnað of oft þá á maður það á hættu að þurfa að kaupa nýtt leyfi.


Bull, þú getur bara ekki activeitað það í gegnum netið. Verður s.s að hringja í microsoft, hef gert þetta hundrað sinnum og engin vandamál.


Þó svo að þú getir gert þetta þýðir það ekki að það sé löglegt. Samkvæmt EULA er þetta bannað. OEM leyfi hafa alltaf verið ódýrari en á móti kemur að það er einungis ætlað að nota á EINNI tölvu.

Sent: Þri 30. Jan 2007 18:39
af Pandemic
Indverjarnir segja að þetta sé í fínu lagi svo lengi sem þetta er ÞÍN tölva og að þú sért ekki að nota þetta á margar vélar.

Sent: Þri 30. Jan 2007 18:41
af emmi
Hehe. :P

Sent: Þri 30. Jan 2007 22:31
af Heliowin
Í dag 30/1 staðfesti foringi MS í Noregi orð þessa MSDN bloggara sem starfar hjá MS Noregi og ég vitnaði fyrr í. Hinsvegar þá er þetta ekki alveg komið á hreint og ríkir smá ruglingur hjá þeim varðandi það hvort maður virkilega þurfi að kaupa nýtt leyfi þegar vissum fjölda stiga er náð sem nær yfir vélbúnaðarbreytingar með OEM leyfi.

Ég kom aðeins með þetta því ég taldi orð þessa MS starfsmanns vera sönn og tengd raunveruleikanum. Hinsvegar virðast reglur MS vera frekar óraunverulegar og ekki alveg í takt við praktíkina, það er að það sé hægt að yfirstíga reglur þeirra án þess að það hafi þær afleiðingar sem MS boði.

Edit: að þurfa að kaupa nýtt leyfi er víst ekki alveg rétt. Þetta var tilvitnun í reglu sem hefur verið nýlega hætt við.

Sent: Þri 30. Jan 2007 23:17
af Stebet
Líka þessi stig sem talað er um (og megi ekki fara yfir 25). Þetta er væntanlega útreiknað miðað við hversu mikinn vélbúnað þú uppfærir. Ég efast um að það eitt að bæta við hörðum diskum ,minni og t.d. skjákorti sé nóg til að fara yfir þennan punktafjöld. Um leið og þú er thins vegar kominn í móðurborð eða nýja tegund örgjörva flokkast þetta líklega undir nýja tölvu.

Sent: Þri 30. Jan 2007 23:28
af Heliowin
Samkvæmt mati MS þá telst breyting á diski sem stýrikerfið er á, það er að segja nýr harðdiskur fyrir það, nema 11 stigum. Ég geri mér hinsvegar ekki fulla grein fyrir hvað fjölgun diska til annarra nota eins og gagna, þýða. Breyting á IDE- adapter er 3 stig.

Edit: að þurfa að kaupa nýtt leyfi þegar 25 stigum er náð er víst ekki alveg rétt. Þetta var tilvitnun í reglu sem hefur verið nýlega hætt við.

Sent: Mið 31. Jan 2007 17:48
af Heliowin
Að þurfa að kaupa nýtt leyfi þegar 25 stigum hefur verið náð er víst ekki alveg rétt. Þetta var tilvitnun í reglu sem hefur verið nýlega hætt við.

Ég biðst afsökunnar. Þetta er búið að vera mikið mál hjá vissu community í Noregi síðustu daga vegna orða þessa MS starfsmanns á bloggi sínu á MSDN http://blogs.msdn.com/runez/archive/200 ... ering.aspx
Foringi MS í Noregi staðfesti orð hans í gær á vefspjalli hjá norsku dagblaði. Hinsvegar hefur komið á daginn í dag að þetta er ekki í samræmi við nýlegar breyttar reglur frá þeim í nóvember þegar bloggið hófst.

Sent: Fös 02. Feb 2007 00:24
af Heliowin
Mikið er gaman að sitja að eintali :P
Þar sem ég bjánaðist til að nefna þessa vitleysu með Vista OEM leyfi, þá þarf ég að klára dæmið þar sem fullnægjandi skýring er komin frá MS í Noregi. Eins og ég sagði fyrr þá var ætlunun hjá MS að koma með nýja reglu sem gekk út á að þegar vélbúnaði hefði verið skipt út of oft, náð vissum stigafjölda þá hefði þurft að kaupa nýtt leyfi ef menn hefðu haft Vista OEM leyfi. Þetta hefur síðan verið hætt við.

Þessar reglur gildir um Windows Vista OEM:

1. OEM leyfi er bundið við vélbúnað og má ekki undir neinum kringumstæðum flytja til yfir til annarar vélar.

2. Ef maður skiptir út móðurborði sem virkar alveg, skilgreinist það sem ný vél og nýs Windows leyfis er krafist.

3. Ef maður skiptir út gölluðu móðurborði fyrir nýju af sömu gerð eða með tilsvarandi gerð frá sama framleiðanda, skilgreinist það ekki sem ný vél og nýs Windows leyfis verður ekki krafist.

4. Maður getur skipt út öðrum vélbúnaði eins oft og maður vill án þess að það leiði til þarfar á nýju Windows leyfi, en maður getur þurft að endurvekja (reactivate) Windows.

http://blogs.msdn.com/runez/archive/200 ... klart.aspx

Svo geta reyndir menn sagt bull því þetta er bara bull þegar upp er staðið. Reglur bjóða upp á það að mega brjóta þær án þess að upp um mann verði komið (allavega leyfis reglur MS).

Sent: Fös 02. Feb 2007 00:44
af zedro
Djöfulsins rugl!

Segjum að ég kaupi mér nýtt móðurborð því það gamla er ekki að standa sig.
Ég skipti gamla út og það fer bara niðrí geymslu. Það verður bara ein tölva
undir borðinu mínu og að mínu mati telst ekki sem "ný" tölva.

M$ ætti að skammast sín :x

EDIT: Var að hugsa upp slogan handa M$ :twisted:

Its all about the money!

Sent: Fös 02. Feb 2007 00:54
af Heliowin
Samkvæmt reglunum má maður skipta út móðurborðinu og setja annað í staðinn sem framleiðandinn af upphaflega borðinu segir vera næsta útgáfa af því.

Ef maður þarf þá að endurvekja Windows, það er að hringja til þeirra þá gerir maður það og útskýrir málin, svo einfalt er það.

Sent: Fös 02. Feb 2007 10:34
af Stebet
Zedro skrifaði:Djöfulsins rugl!

Segjum að ég kaupi mér nýtt móðurborð því það gamla er ekki að standa sig.
Ég skipti gamla út og það fer bara niðrí geymslu. Það verður bara ein tölva
undir borðinu mínu og að mínu mati telst ekki sem "ný" tölva.

M$ ætti að skammast sín :x

EDIT: Var að hugsa upp slogan handa M$ :twisted:

Its all about the money!


Hvað ertu að tuða? Ef þú ætlar að standa í svona þá kaupiru ekki einfaldlega ekki OEM útgáfuna. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að OEM er ódýrari en standard útgáfan.

Ég er nánast sammála MS. Ef þú ætlar að skipta um móðurborð þá er þetta ekki nærri því sama hardwareið lengur. Það er eitt að uppfæra skjákortið sitt og minni og svoleiðis, en maður uppfærir eki beint móðurborðið (oftast þarftu að fá þér nýjann örgjörva, nýtt minni eða nýtt skjákort, eftir því hvaða socket breytast o.þ.h). Þetta er jú einu sinni mikilvægasti partur tölvunnar.

Sent: Fös 02. Feb 2007 11:07
af gumol
Já, mjög eðlilegt að aðal kostnaðurinn við að skipta út biluðu móðurborði sé við að kaupa nýtt leyfi fyrir stýrikerfið á tölvunni. :roll:

Sent: Fös 02. Feb 2007 11:28
af gnarr
gumol, lestu aftur. það er tekið fram að það er leifilegt að replace-a biluð móðurborð.

Sent: Fös 02. Feb 2007 11:30
af gumol
Þá getur maður bara eyðilagt gamla móðurborðið :P

Sent: Fös 02. Feb 2007 11:31
af gnarr
nei, það verður að vera sambærilegt móðurborð.. góð hugmynd samt :lol: