Síða 1 af 1

Hive

Sent: Fim 25. Jan 2007 22:29
af Frikkasoft
Ég er orðinn svo þreyttur á utanlandstengingunni minni hjá Hive.

T.d. hef ég ekki komist á neina erlenda síða í amk. 1klst. :evil: Meirasegja google.com timeoutar!!

Ég get því miður ekki mælt með þessu fyrirtæki lengur (enda er ég búinn að panta tengingu hjá vodafone).

Eru fleiri hive notendur í sama vandamáli og ég?

EDIT: Ég kemst ekki einu sinni inná hive.is vefinn! argh hvað er að gerast :S

Sent: Fim 25. Jan 2007 22:38
af Heliowin
Allt gengur snurðulaust hjá mér í dag, mjög fín vefrápun og gott utanlandshal hjá góðum og traustum aðila. Spurning hvort eitthvað sé í gangi hjá þér.

Kannski hefur Hive ákveðið að útdeila mér góðri bandvídd í dag á þinn kostnað :)

Sent: Fim 25. Jan 2007 22:47
af Taxi
Klárlega eitthvað annað en tengingin sem er að,ég er hjá Hive og var að koma af Tom´s HW og er með fullt af gluggum á erlendum síðum í gangi.

Ég var að downloada 94.3MB skrá á c.a.600KB.
Ég er á þráðlausu neti,2 steypuveggir á milli mín og routers,12MB tenging.

Var í sömu vandræðum þar til ég keypi 10db lofnet við þráðlausa netkortið.

Sent: Fim 25. Jan 2007 23:45
af Electric
Ég er líka hjá Hive og er í svipuðum málum. Ég get reyndar skoðað erlendar vefsíður svona oftast. Eru mislengi að hlaðast inn eftir dögum. En erlent torrent er búið að vera í fokki hjá mér síðan í október. Er að nota uTorrent og einu skiptin sem ég næ hraða yfir 100 kB/s þá er ég að sækja frá Íslendingum. Ef ég er bara að sækja frá erlendum aðilum þá er ég að fá í mesta lagi 30kB/s. Og upload hraðinn alveg eins, steindautt þegar ég er að uploada erlendis en fínn innanlands.

Þegar ég var að downloada torrent fyrir okóber þá var ég að fá allt upp í 600kB/s og upload í kringum 100kB/s. Og ég hef ekki breytt neinum stillingum og er ennþá að sækja frá sömu síðunni, filelist.org

Óþolandi ástand. Er alvalega að hugsa um að ræða við fjölskylduna og fá alla til að samþykkja skipti yfir í aðra netþjónustu.


Spurning hvort þetta hafi eitthvað með þetta að gera:

Mynd

Veit ekki hvort myndin birtist en ég er að tala um neðstu myndina HÉR

Umferðin hjá þeim hefur meira en tvöfaldast síðan í okt. Reyndar er svipuð þróun ef maður skoðar hjá Og Vodafone og Símanum.

Sent: Sun 28. Jan 2007 22:25
af dorg
[quote="Electric"]Ég er líka hjá Hive og er í svipuðum málum. Ég get reyndar skoðað erlendar vefsíður svona oftast. Eru mislengi að hlaðast inn eftir dögum. En erlent torrent er búið að vera í fokki hjá mér síðan í október. Er að nota uTorrent og einu skiptin sem ég næ hraða yfir 100 kB/s þá er ég að sækja frá Íslendingum. Ef ég er bara að sækja frá erlendum aðilum þá er ég að fá í mesta lagi 30kB/s. Og upload hraðinn alveg eins, steindautt þegar ég er að uploada erlendis en fínn innanlands.

Þegar ég var að downloada torrent fyrir okóber þá var ég að fá allt upp í 600kB/s og upload í kringum 100kB/s. Og ég hef ekki breytt neinum stillingum og er ennþá að sækja frá sömu síðunni, filelist.org

Óþolandi ástand. Er alvalega að hugsa um að ræða við fjölskylduna og fá alla til að samþykkja skipti yfir í aðra netþjónustu.


Spurning hvort þetta hafi eitthvað með þetta að gera:

Mynd

Veit ekki hvort myndin birtist en ég er að tala um neðstu myndina HÉR

Umferðin hjá þeim hefur meira en tvöfaldast síðan í okt. Reyndar er svipuð þróun ef maður skoðar hjá Og Vodafone og Símanum.[/quote


Sérstaklega athyglisverð þróun á innanllandstraffic að hún skuli hafa tvöfaldast hjá HIVE síðan í október. Kannski er skýringin að menn hafa verið að fá miklu betru afköst innanlands en í utanlandsdownloadi og þess vegna lagt áherslu á að ná tengingum t.d. gegnum istorrent.

Re: Hive

Sent: Fim 01. Feb 2007 16:29
af daremo
Frikkasoft skrifaði:Ég get því miður ekki mælt með þessu fyrirtæki lengur (enda er ég búinn að panta tengingu hjá vodafone).


Ég get ekki mælt með því að skipta um þjónustuaðila. Ég skipti yfir til Símans frá Hive fyrir uþb viku síðan, og er að brjálast á þessari crappí tengingu.

Innanlands hraði er fínn, fæ upp í 1MB/s, en erlent er bara brandari.
Á þeim síðum sem ég var að fá upp í 5-600kb/s erlendis frá hjá Hive, er ég að fá 30-80kb/s hjá Símanum.
Ég þarf að restarta routernum tvisvar á dag því tengingin dettur bara hreinlega úr sambandi, og síður eins og Youtube eru handónýtar og hiksta á 5sek fresti.

Ég hringdi til Hive fyrir 5mín síðan og skreið aftur til þeirra, grátbað þá um að taka mig aftur.

Torrent er ónýtt hjá báðum fyrirtækjum. Ég er þó ekki frá því að ég var að fá örlítið meiri hraða hjá Hive á erlendum torrentum. Hjá Símanum fer ég ekki yfir 20kb/s.

Sent: Þri 20. Feb 2007 23:50
af Climbatiz
yah, torrent hradi hja hive er alveg daudur, eg fae fra allavega 99% af utanlands notendum undir 1kb/s, einastaka sinnum kemur thad faranlega fyrir ad eg fae otrulega godann hrada af sumum notendum (liklegast uncapped) sem eg veit ekki enn afhverju er

skritid ad tengingin hja Electric hafi eydilagst i october thvi min lagadist einhvern timann tha og var alveg fin thangad til um endann a desember og er buin ad vera alveg daud sidan

gaeti verid ad their seu ad cappa bara suma notendur i eitthvad vissan tima, sama hvort mar se ad dla of mikid eda ekki

Sent: Mið 21. Feb 2007 00:08
af ManiO
Hvaða port eru menn að nota, þeas, eruði að nota þessar týpísku p2p port eða eitthvað random port? Og fenguð þið hive til að opna portið fyrir ykkur, eða gerðuð þið það sjálf?

Sent: Mið 21. Feb 2007 18:38
af appel
Utanlandshraðinn er búinn að hrapa niður allsstaðar, hjá öllum fyrirtækjum. Það er svo komið að við erum á sama stað og fyrir 4 árum síðan, þegar við vorum með 256 og 512kb adsl tengingar. Frekar skondið.

Allur ávinningur, þ.e. stækkun tenginga og betrumbæting á netkerfum sem vissulega hefur átt sér stað, skilar sér ekki til almennra notenda því að öll betrumbæting er étin upp af gráðugri P2P og video traffík.
Því betri tengingar = því betri video gæði eru sótt = ávinningur betri tengingar skilar sér varla

Ef útlandatenging myndi tvöfaldast í dag, þá værum við á sama stað eftir 1 ár. Ef hún myndi tífaldast, þá værum við á sama stað eftir 2 ár.

Ég skrifaði ágætis grein um þetta ástand frekar nýlega -> http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=13292

Sent: Mán 26. Feb 2007 13:25
af depill
Nú er ég reyndar ekki enn með tengingu hjá HIVE. En í uTorrent og Azureus er hægt setja á Protocol Encryption sem gæti hjálpað hraðanum hjá ykkur, hjá hvaða þjónustu aðila sem þið eruð hjá.

Það að breyta porti og opna fyrir port getur hjálpað ykkur með deilingu á gögnum, og ef þið eruð ekki að ná nógu góðum hraða frá ykkur er spurning um að reyna setja port undir 10000.

Ég býst nottulega við að þið áttið ykkur allir á muninum á seeders og leechers og séuð að sækja í vel seedaða torrenta, með yfirleitt fleirri seedara en leechar, ef ekki mæli ég með að þið finnið ykkur góða ratio required síðu.

Bara uppástungur ;)

Sent: Mán 26. Feb 2007 14:27
af Climbatiz
protocol encryption gerir ekkert gagn fyrir thetta og thetta er ekki eitthvad porta vandamal og thad er ekkert ad torrent sidunni sem eg nota, thad er engin spurning um ad thad er verid ad cappa mann

http://88.149.100.253:10001/btp2p.gif
http://88.149.100.253:10001/http-uc.gif

Re: Hive

Sent: Mán 26. Feb 2007 14:32
af Mazi!
daremo skrifaði:
Frikkasoft skrifaði:Ég get því miður ekki mælt með þessu fyrirtæki lengur (enda er ég búinn að panta tengingu hjá vodafone).


Ég get ekki mælt með því að skipta um þjónustuaðila. Ég skipti yfir til Símans frá Hive fyrir uþb viku síðan, og er að brjálast á þessari crappí tengingu.

Innanlands hraði er fínn, fæ upp í 1MB/s, en erlent er bara brandari.
Á þeim síðum sem ég var að fá upp í 5-600kb/s erlendis frá hjá Hive, er ég að fá 30-80kb/s hjá Símanum.
Ég þarf að restarta routernum tvisvar á dag því tengingin dettur bara hreinlega úr sambandi, og síður eins og Youtube eru handónýtar og hiksta á 5sek fresti.

Ég hringdi til Hive fyrir 5mín síðan og skreið aftur til þeirra, grátbað þá um að taka mig aftur.

Torrent er ónýtt hjá báðum fyrirtækjum. Ég er þó ekki frá því að ég var að fá örlítið meiri hraða hjá Hive á erlendum torrentum. Hjá Símanum fer ég ekki yfir 20kb/s.


Var hjá hive, Stöðugt vesen þarna hjá þeim og leiðinda þjónustuver, til dæmis þá nota ég minn eiginn routher, og þegar ég hringdi í þjónustu verið hjá þeim og var að byðja um stillingarnar fyrir routherinn, þá sagði hann að maður verði að nota routher sem þeir skaffa (sem er ónýtt drasl) svo ég notaði þetta Zyxel drasl eitthvað smá og fékk fljótlega nóg og fór í Vodafone, annas veit ég lítið um þessi Internet fyrirtæki, en ég finn alveg stór mun á Vodafone og símanum miðað við þetta Hive drasl.

Sent: Þri 27. Feb 2007 09:18
af Butcer
depill.is skrifaði:Nú er ég reyndar ekki enn með tengingu hjá HIVE. En í uTorrent og Azureus er hægt setja á Protocol Encryption sem gæti hjálpað hraðanum hjá ykkur, hjá hvaða þjónustu aðila sem þið eruð hjá.

Það að breyta porti og opna fyrir port getur hjálpað ykkur með deilingu á gögnum, og ef þið eruð ekki að ná nógu góðum hraða frá ykkur er spurning um að reyna setja port undir 10000.

Ég býst nottulega við að þið áttið ykkur allir á muninum á seeders og leechers og séuð að sækja í vel seedaða torrenta, með yfirleitt fleirri seedara en leechar, ef ekki mæli ég með að þið finnið ykkur góða ratio required síðu.

Bara uppástungur ;)


búinn að brenna 2 eða 3 routara, routerinar hjá þeim eru algjört sorp sem ofhitna við of mörg connections svo illa að maður getur meitt sig á þeim

usenet(nntp) er ekki lengur capað hjá hive eins og ég sýnti fram á í gömlum þráði þegar hraðinn hélst grunsamlega nákvamlega í 30k á sec(nákvamlega) sama með hversu mörg connections eða hvaða port væri notað,prófaði það á örðum tölvum með annan account blam þá var hraðinn eðilegur.
Helst núna í usenet um 700-730k á sec metið hjá mér var 1mb á sec

Sent: Þri 27. Feb 2007 13:38
af Stebet
Magnað hvað menn hafa mismunandi reynslu. Hive hafa reynst mér fínt undanfarnar vikur. Viðurkenni að á tímabili var cappið orðið slæmt (c.a 40 - 50kb/sek max) en núna er ég yfirleitt kringum 80 - 100 kb/sek yfir miðjann daginn þegar það er sem verst. Á nóttunni virðist meira að segja sem það slokkni stundum á cappinu og ég hef rokið upp í 800 kb/sek nokkrum sinnum (ekki innlendir peers).

Ég hef aldrei lent í vandræðum með Hive routerinn. Hann hefur jú einu sinni eða tvisvar restartað sér af sjálsdáðum en ég veit ekki hvort það voru bara rafmagnstruflanir eða eitthvað annað.

Sent: Þri 27. Feb 2007 21:08
af Butcer
Stebet skrifaði:Magnað hvað menn hafa mismunandi reynslu. Hive hafa reynst mér fínt undanfarnar vikur. Viðurkenni að á tímabili var cappið orðið slæmt (c.a 40 - 50kb/sek max) en núna er ég yfirleitt kringum 80 - 100 kb/sek yfir miðjann daginn þegar það er sem verst. Á nóttunni virðist meira að segja sem það slokkni stundum á cappinu og ég hef rokið upp í 800 kb/sek nokkrum sinnum (ekki innlendir peers).

Ég hef aldrei lent í vandræðum með Hive routerinn. Hann hefur jú einu sinni eða tvisvar restartað sér af sjálsdáðum en ég veit ekki hvort það voru bara rafmagnstruflanir eða eitthvað annað.


nntp er núna cappað í sirka 140k
a sec

Sent: Fim 01. Mar 2007 21:47
af depill
Ég er með 14 meg línu hjá Vodafone og næ alltaf að maxa hana á usenet, er með account hjá Giganews, næ reyndar næstum engum hraða í gegnum 119, en í gegnum port 80 og 23 næ ég fullum hraða ( 1.4 Mbps + ), þarf að hafa svona 5 connections opin til þess að ná því.

Er samt alltaf með 10 connections opin þegar ég er að downloada þannig þarf ekkert að hafa áhyggjur af því. Svo virkar líka fínt að downloada frá Giganews af hotspotunnum ;)

En með torrentið, ég er ekki að segja að það sé eithvað frábært hjá Vodafone, en með protocol encryption á, og á vel seeduðum torrent næ ég yfirleitt mjög góðum hraða, venjulega samt ekkert mikið meira en 20 -30 kb/s á hverjum seedara þótt einstaka sinnum að maður poppi upp í 100 kb/s.

Gæti verið að HIVE sé ekki búið að stækka umferðina sína nóg á FARICE-1, Vodafone hefur aukið afköstin meðað við það sem var áður en að CANTAT-3 rauf, en hins vegar er Bandaríkjaumferð aðeins hægari en hún ætti að vera.

Ég vill samt fara að sjá sæstreng nr. 2