Síða 1 af 1

Þráðlausa netið hegðar sér undarlega.

Sent: Mið 24. Jan 2007 20:41
af Tappi
Sælir vaktarar.

Ég er með þráðlausann router frá símanum (speedtouch 585). Er með hann tengdann með netsnúru í switch sem tengir 2 tölvur og 1 prentara við netið. Allt virkar vel nema fartölvan sem er með þráðlaust 11mbps (802.11b) netkort. Ég næ alltaf að tengjast routernum með full strength en fæ yfirleitt ekkert netsamband, samt stundum. En ef ég stilli static ip addressu þá er þetta ekkert vandamál!
Hefur einhver snillingur hugmynd hvað þetta gæti verið?

Sent: Sun 28. Jan 2007 16:58
af Xyron
á ekki að vera neinn munur á netsambandinu milli static og obtain

Sent: Mán 29. Jan 2007 19:34
af smuddi
hafðu þá bara static og vandamálið leyst :D

Sent: Mán 29. Jan 2007 19:37
af Tappi
smuddi skrifaði:hafðu þá bara static og vandamálið leyst :D

Það er bara frekar pirrandi að þurfa alltaf að stilla aftur á static þegar ég er heima. Er nefnilega með hana mikið á flakkinu.

Sent: Þri 30. Jan 2007 16:00
af corflame
Hægt að hafa alternate stillingu, þ.e. að skilgreina static IP þar ;)

Velur bara alternate configuration flipann í tcp-ip propertis og setur static IP þar.