Síða 1 af 1

Fedora Core 6 Application is running bögg

Sent: Mið 10. Jan 2007 16:40
af Selurinn
Ég fæ alltaf þetta þegar ég er núbúinn að ræsa tölvuna og vill fara í add software

http://i55.photobucket.com/albums/g151/ ... unning.jpg

Held að það sé afþví að updaterinn fer alltaf á sjálfum sér í gang og finnst pirrandi að ég verð alltaf að bíða eftir þessu.


Veit einhver lausn á þessu?

P.S. ég fíla Fedora Core 6 við svona fyrsta look :)

Sent: Mið 10. Jan 2007 23:57
af JReykdal
ræsir gnome-session-properties úr skel og fjarlægir /usr/bin/puplet færsluna úr ræsiforritaflipanum.

Sent: Fim 11. Jan 2007 01:24
af Selurinn
Ég er ennþá voðalegur nýliði á linux.

Þannig ég kann voða lítið að nota Terminal og skil ekki alveg þetta skela kjaftæði

Á ég bara að henda möppunni úr My Computer?

Sent: Fim 11. Jan 2007 02:06
af gumol
Neibb.

1. Opnar Terminal
2. skrifar inn: gnome-session-properties
3. ýtir á ennter og klárar þetta í grafíska viðmótinu sem opnast

4. Fiktar og lærir að nota skelina!

Sent: Fim 11. Jan 2007 16:16
af Selurinn
Ég fjarlægði þetta úr startup, en samt fæ ég sama errorinn þegar ég fer í Update eða Add/Remove programs :S

Sent: Fim 11. Jan 2007 18:04
af gumol
þarft annaðhvort að loka forritinu eða reboota

Sent: Fim 11. Jan 2007 18:09
af Selurinn
Ekki nóg að restarta X?

Sent: Fim 11. Jan 2007 18:10
af Selurinn
svo fatta ég ekki, afhverju er stundum nota -zxvf og stundum bara xvf þegar marr unpackar .tar .tar.gz og allt það klabb?


Og klukkan afstillist líka alltaf :@

Sent: Fim 11. Jan 2007 21:24
af JReykdal
Selurinn skrifaði:svo fatta ég ekki, afhverju er stundum nota -zxvf og stundum bara xvf þegar maður unpackar .tar .tar.gz og allt það klabb?


Og klukkan afstillist líka alltaf :@


-xvzf og xvzf eru jafngild því í eldri útgáfum af tar var mínusinn með og er það ínýrri útgáfum til samhæfni við gömul script.

Klukkan tengist örugglega vmware.

Sent: Fös 12. Jan 2007 00:37
af Selurinn
en afhverju er stundum z og stundum ekki?

Tengist það líka script?

Sent: Fös 12. Jan 2007 03:56
af Voffinn
Selurinn skrifaði:en afhverju er stundum z og stundum ekki?

Tengist það líka script?


Þegar tarboltinn er þjappaður með gzip (.tar.gz) þá notarðu z rofan til að segja tar að þetta sé þjappað með gzip.

Sent: Fös 12. Jan 2007 14:36
af tms
x: extrac
f: file (og ekki stdin)
v: verbose (skrifa út hvað forritið er að gera)
z: beita gzip þjöppun (.gz)
j: beita bz2 þjöppun (öflugari) (.bz2)

Hvað er pedobear að gera í avatar hjá þér?

Sent: Fös 12. Jan 2007 14:54
af CraZy
tms skrifaði:
Hvað er pedobear að gera í avatar hjá þér?


Spurning hvort að hann sé að leyna okkur einhverju :roll:
Skal veðja hattinum uppá að hann eigi hvítan sendiferðarbíl :lol:
(desudesudesu...ect. *hóst* )