Síða 1 af 1

Stabílt Windows

Sent: Fim 14. Ágú 2003 00:42
af gumol
IceCaveman: Þú ert með svo optimasaða tölvu, ertu ekki með einhvarjar leiðbeiningar um hvernig er hægt að gera windows XP mjög stabílt ?
(svona tips- and tricks :))

g

Sent: Fim 14. Ágú 2003 04:48
af ICM
Vertu bara með WHQL drivers en enga helv. BETA drævera.
Settu upp tölvuna vel og stilltu virtual memory rétt miðað við þína tölvu.
Helst að vera með stýrikerfið á sér partition sem er stærra en þú ýmindar þér að þú þurfir að nota.
Sæktu svo tweak UI og færðu my documents á annað stærra partition.
Slöktu á óþarfa services.
Notaðu forrit til að fixa registry þar sem það tekur alltof langan tíma fyrir mann að leita að villum sjálfur, t.d. Norton Win Doctor.
Eyða bara sem mestum óþarfa útúr registríinu.
Setja ekki upp öll forrit nema þú vitir að þú eigir eftir að nota þau og allsekki nota pirated forrit. EF þú þarft þess gerðu það þá í gegnum Virtual PC þú verður að venja þig að prófa öll varasöm forrit í VPC.
Passaðu að hafa tölvuna vel kælda, sérstaklega ef þú ert með overclocað. Fáranlega margir sem overclocka og tölvan verður óstöðug og þeir öskra helv. microsoft andsk. - bara fyndið fólk.
Annað ættiru að hafa vit á afgangnum sjálfur :)

Sent: Fim 14. Ágú 2003 13:37
af gumol
takk :)

Sent: Fös 10. Okt 2003 00:33
af RadoN
heh, ég hef verið að keyra mín vél næstum nákvæmlega svona eins og þú lýstir, XP er búið að vera stable í meira en 1 ár núna, hef náð næstum 5 vikna uptime og allt er bara eins og það ætti að vera :)
margir sem hafa talað um að XP laggi bara eftir einn dag, en ég held frekar að það séu bara gaurar sem kunna ekki að 'fara vel' með tölvuna.. ef þú skilur hvað ég á við

Sent: Fös 10. Okt 2003 01:37
af halanegri
Já, XP/2000 heldur sér alveg sér alveg saman svo lengi sem maður er ekki algjör nýliði, installandi spyware á fullu og þess háttar. :D

Sent: Lau 11. Okt 2003 00:43
af galldur
ekkert Creative í vélina !

Sent: Lau 11. Okt 2003 00:49
af ICM
galldur skrifaði:ekkert Creative í vélina !

jú creative hljóðkort, það þarf bara að forðast creative skjákortin

Sent: Lau 11. Okt 2003 01:01
af Arnar
Ég er XP Home hef aldrei verið að fikta í þessu windows og ég myndi segja hana mjög stabíla..

Það er oft kveikt á henni í svona viku og viku.. restarta henni reyndar aldrei útaf því..

Það eru enginn forrit eða neitt að frjósa, alveg ágætt :)

Sent: Lau 11. Okt 2003 02:02
af RadoN
XP pro, 1-4 vikur í uptime að meðaltali, alltaf að "fikta" í windowsinu, tweak'a það eitthvað og reyna breyta & bæta :)
öll forrit og allt fínt bara, hef ekker útá XP að setja, er búinn að vera með 2000 og 2003 á vélinni minni en XP hefur reynst mér best, ekki vegna þess að sumir vilja halda því fram að XP sé bara "n00b-proof". :wink:

Sent: Lau 11. Okt 2003 17:25
af galldur
IceCaveman skrifaði:
galldur skrifaði:ekkert Creative í vélina !

jú creative hljóðkort, það þarf bara að forðast creative skjákortin


hvar hefur þú séð WHQL drivers fyrir creative ?