Síða 1 af 1

Windows uppsetning-Dell

Sent: Mið 27. Des 2006 18:38
af heiddi
Er að reyna að strauja tölvuna mína, sem er Dell dimension 8400 en lenti í vandræðum. Þegar tölvan hefur verið bootuð upp á windows disknum er allt eðlilegt til að byrja með.
Þessar upplýsingar fann ég á hugi.is:

Eftir ræsingarskjámyndina muntu vera beðinn um að ýta á takka að eigin vali til að ræsa af geisladisknum, og það gerir þú auðvitað.

Nú ræsar tölvan stillingarumhverfi af geisladisknum. Þetta umhverfi kannar vélbúnað vélarinnar til að athuga hvort einhver sérstakur vélbúnaður sé í henni sem þurfi að gera ráð fyrir.
Í gráu línunni neðst á skjánum mun á tímabili birtast beiðni um að ýta skuli á F6 ef RAID er til staðar í vélinni og virkt. RAID er sjaldnast virkt í vélum nema notendur viti af því. Þú getur því hunsað þessa beiðni. Hún mun hverfa eftir nokkrar sekúndur.

Þegar windows stillingarumhverfið er tilbúið munt þú fá byrjunarstillimynd á skjáinn.
<img src="http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/synamynd.php3?uname=izelord&myndnafn=uppsv3.jpg">

Ýttu nú á ENTER takkann á lyklaborðinu til að komast áfram í uppsetningarferli windows.
Stillimyndin fyrir windows XP er hugsanlega eilítið öðruvísi en gengur þó út á það sama.
Mundu að lesa allar ábendingar sem stillimyndir koma með, þar sem þetta er grunnuppsetning tölvunnar og mikilvæg fyrir virkni hennar.

Við það að ýta á ENTER mun uppsetningarumhverfið birta End-user license agreement for Microsoft Desktop.
Þú ýtir á F8 til að komast áfram.

Þegar þarna er komið við sögu og ég ýti á enter þá segist setupið ekki finna neinn harðan disk í vélinni. Kannast einhver við þetta? og hefur einhver lausn við þessu?

Re: Windows uppsetning-Dell

Sent: Mið 27. Des 2006 19:19
af gnarr
heiddi skrifaði:Í gráu línunni neðst á skjánum mun á tímabili birtast beiðni um að ýta skuli á F6 ef RAID er til staðar í vélinni og virkt.

Sent: Mið 27. Des 2006 19:48
af heiddi
jú satt er það að ýta eigi á F6 við erum sammála um það en hvað svo? Vélin biður um að diskur með drivernum sé settur í a drifið, en vélin hefur ekki "a" drif :-( Prófaði að setja diskinn með driverunum í geisladrifið en það gerir ekki mikið fyrir mig

Sent: Mið 27. Des 2006 20:57
af Heliowin
Tölvur án diskettudrifs er eins og buxur án vasa, eða bíddu nú við hvernig var þetta...

Þú ættir að geta breytt einhverri stillingu í BIOS svo þú þurfir ekki að nota diskettu fyrir SATA disk. Til að mynda gæti hjálpað að enabla PATA með því að setja ákveðna stillingu á Automatic eða SATA/PATA eða hvernig nú sem DELL hafa þetta.

Update: ég held að þetta heiti RAID/ATA eða RAID Auto/ATA fyrir þetta móðurborð.

Sent: Mið 27. Des 2006 21:34
af stjanij
ég var í þessum sporum ekki fyrir löngu, best er að fá sér floppydrif í tölvuna og þá ertu ekkert í veseni, ég gerði það. :)

Sent: Fim 28. Des 2006 11:08
af gumol
Ég hef ekki verið með floppy drif á tölvunum mínum í örugglega svona 2 ár, og aldrei hef ég þurft á því að halda. Þannig ef þú lendir ekki í neinu veseni með að setja upp Windows þá er floppy drif ekkert nauðsynlegt.

Sent: Fim 28. Des 2006 18:14
af heiddi
Þetta er allt klappað og klárt takk fyrir hjálpina :)

Sent: Fim 28. Des 2006 18:20
af gnarr
Hver var lausnin?

Sent: Fös 29. Des 2006 19:30
af Andri Fannar
Ég hef ekki verið með floppy drif í mörg ár.
Ef ég lendi í þessu slipstreama ég Windows diskinn og læt driverinn fyrir SATA controllerinn inn á diskinn og voillla! :8)