Síða 1 af 2

Sent: Lau 02. Des 2006 01:56
af Heliowin
Ég fæ fínan hraða eða 1200KB innanlands frá, en erlendis er það venjulega pínlegur hraði stundum ca. 30KB, og ég er með afar lítið niðurhal.

En annars, er Hive virkilega sökudólgurinn á bak við þetta eða eru ekki aðrir þættir sem spila inn í :roll:

Sent: Lau 02. Des 2006 02:18
af Heliowin
Mike Hunt skrifaði:Þér að segja þá á það ekki að skipta máli hvort menn eru með mikið eða lítið niðurhal erlendis frá, þegar auglýsingin lofar 12 MB og ótakmörkuðu niðurhali. Það á að standa við loforðin, en þetta annars ágæta fyrirtæki hefur verið að klikka á því prinsippi meira en góðu hófi gegnir.


Já 12Mb eiga að vera 12Mb. Hinsvegar spila oft að ég tel utanaðkomandi þættir í það að því verði ekki náð ekki minst sú staðreynd að internetveitandinn standi fyrir ónógu capacity. þannig getur Hive og eins aðrir verið að lofa upp í ermina á sér. Ég persónulega er að velta fyrir mér að biðja um minni og ódýrari hraðaflokk til að geta verið sáttari.

Sent: Lau 02. Des 2006 03:38
af kemiztry
Jáhá... Aldrei skilið þá sem þurfa að downloada 24/7 með tenginguna í botni. Ég skil vel menn vera pirraða útaf því að auglýst sé ákveðinn hraði og ótakmarkað niðurhal. En common... þessi fyrirtæki þurfa auðvitað að borga fyrir sína utanlandsgátt og hún er ekkert ókeypis. Ég er bara mjög sáttur eins og þetta er núna. Langar sko ekkert aftur á 28.8 baud módem ... eða þá 256 ADSL :D
Menn ættu kannski slaka örlítið á niðurhalinu.... og vera sáttir við það sem þeir hafa?

Re: Hive - Tæknileg mistök!?

Sent: Lau 02. Des 2006 16:03
af Stebet
Mike Hunt skrifaði:Hvað á þessu fyrirtæki að lýðast lengi að ljúga í auglýsingum?

"12 Mb tenging og ótakmarkað niðurhal" hljóðar auglýsingin, en staðreyndin er:30 kB niðurhal og hámark 60 Gb.

Er ekki löngu kominn tími á að kæra þessa orma fyrir að ljúga í auglýsingum og blekkja kaupendur?

Það verður ekki hjá því litið að þetta fyrirtæki gaf gamla einokunarpakkinu duglegt spark í rassgatið og hleypti lífi í markaðinn og eiga þeir hrós skilið fyrir það, en mæ ó mæ, það sem þeir hafa svikið sína viðskiptavini í gegnum tíðina gæti fyllt heila símaskrá. Hef verið hjá þeim í tæp tvö ár og verð að segja að ég er við það að gefast upp á þessu kompanýi.


12mb tenging þýðir ekkert annað en 12mbits frá tengibúnaði Hive heim til þín. Þau 12mbit eru svo aftur háð gæðum símalínunnar heima hjá þér. Allt fyrir utan það er ekki undir þeim komið.

Ótakmarkað niðurhal er hins vegar vafaatriði þar sem þeir hafa verið að cappa undanfarið (þó cappið virðist vera horfið hjá mér).

Sent: Lau 02. Des 2006 21:40
af stjanij
hvað er að cappa?

Sent: Lau 02. Des 2006 22:39
af CraZy
stjanij skrifaði:hvað er að cappa?

um...svona hindrun, ekki láta þig fá fullan hraða.. spes að reyna útskýra þetta :?

Sent: Lau 02. Des 2006 22:41
af Mazi!
Hive eru náttulega bara djöfullegir MERÐIR! Ég entist ekki í viku hjá þeim :evil:

Sent: Sun 03. Des 2006 12:57
af Dagur
stjanij skrifaði:hvað er að cappa?



að setja hámark. Í þessu tilviki að takmarka hraðann á notendum þannig að tengingin nýtist ekki að fullu

Sent: Sun 03. Des 2006 18:15
af Sidious
hive tengingin er bara búin að vera fín síðustu vikurnar, utanlands torrent hraði er komin aftur á sama stall og hann var hér einu sinni hjá manni

Sent: Sun 03. Des 2006 20:29
af Frikkasoft
Sidious skrifaði:hive tengingin er bara búin að vera fín síðustu vikurnar, utanlands torrent hraði er komin aftur á sama stall og hann var hér einu sinni hjá manni

Ég er með hive max 12mbit tengingu og það mesta sem ég fæ í utanlands torrent download hraða er 10-20KB/s :?

Hvaða hraða ertu að fá?

Sent: Sun 03. Des 2006 21:04
af Sidious
er með þráðlaust hjá mér og er að fá oftast svona í kringum 650-700 kB/s
7-9-13 uppá það bara

Sent: Mán 04. Des 2006 00:29
af kjarnorkudori
ég náði nú rétt áðan hraða upp á 1,4MB og 120KB upload hraða á sama tíma og ég er hjá hive.

Sent: Mán 04. Des 2006 11:30
af Stebet
Spurning hvort þeir eru aftur komnir í að cappa bara stórnotendur og láta venjulegu notendurna í friði?

Tengingin hefur verið brill hjá mér síðustu vikuna, ekkert cap og torrentar að svífa inn á c.a 800kbytes/sek. Ætti að koma í ljós fljótlega þar sem ég það komu inn þónokkur gígabæt um helgina *hóst*.

Sent: Þri 05. Des 2006 17:05
af Butcer
Mike Hunt skrifaði:Þér að segja þá á það ekki að skipta máli hvort menn eru með mikið eða lítið niðurhal erlendis frá, þegar auglýsingin lofar 12 MB og ótakmörkuðu niðurhali. Það á að standa við loforðin, en þetta annars ágæta fyrirtæki hefur verið að klikka á því prinsippi meira en góðu hófi gegnir.



já þetta er ólöglegt það er bannað að auglýsa arða vöru en selt er

Sent: Þri 05. Des 2006 17:06
af Butcer
stjanij skrifaði:hvað er að cappa?


sjá þráð sem ég gerði, seti fram ófráhrindandi sönnun þess að þeir eru að capa en ekki network shapa

Sent: Þri 05. Des 2006 17:10
af Butcer
Mike Hunt skrifaði:Þér að segja þá á það ekki að skipta máli hvort menn eru með mikið eða lítið niðurhal erlendis frá, þegar auglýsingin lofar 12 MB og ótakmörkuðu niðurhali. Það á að standa við loforðin, en þetta annars ágæta fyrirtæki hefur verið að klikka á því prinsippi meira en góðu hófi gegnir.



já þetta er ólöglegt það er bannað að auglýsa arða vöru en selt er

Sent: Þri 19. Des 2006 12:32
af arro
Ég fór frá Hive eftir að þeir fór að cappa yfir til símans og er að ná 10-12Mbits erlendis frá.

Svo með þessar auglýsingar eru þær náttúrlega bara djók. Væntanlega eru nú samt margir sem bíta á.

Mæli fólki eindregið frá því að eiga viðskipti við Hive. Þeir eru utandeilda í þessum flokki.

Sent: Þri 19. Des 2006 17:59
af Blackened
Jammjammjamm.. ég er að versla internet frá skýrr þaráður skrín á akureyri sem að skýrr keypti..

Alltaf topphraði og allt það ægilega fínt.. nema hvað að núna fæ ég svakalegan reikning frá þeim

Þá virðist sem að þeir hafi alltíeinu sett 40gígabæta þak á það sem áður var ótakmarkað og ekki látið neinn vita af því

Það stendur reyndar á heimasíðunni hjá þeim.. en kommon.. hver skoðar heimasíðuna hjá skýrr akureyri oftar en 1x á 2mánaða fresti

Ég sumsé fékk reikning uppá aðeins meira en 40þúsund krónur

Afþví að ekki nóg með að þeir hafi alltíeinu sett þak.. heldur létu þeir það ganga einn mánuð á afturábak líka! þannig að ég borga geeeðveikt mikið fyrir nóvember.. afþví að þarsem að þetta hefur ALDREI verið vandamál þá tók ég mig til og sótti nokkrar seríur af efni til að horfa á yfir jólin afþví að ég gekk útfrá því að þetta væri frítt.. eins og það hefur verið síðustu mánuði

AAA ég er svo brjálaður.. og síðan næ ég ekki í neinn þarna niðurfrá

En er þetta alveg í lagi finnst ykkur? ég fékk ENGA tilkynningu um að það yrði sett 40gíg þak.. enginn tölvupóstur eða símtal eða neitt.. þeir sendu mér enga viðvörun um að ég væri eftilvill að dl full grimmt og síðan senda þeir mér bara reikning uppá 40þúsund..

Ég er búinn að vera með internetþjónustu þarna í 4 ár eða eitthvað og ótakmarkað niðurhal í meira en ár held ég.. og síðan slengja þeir þessu í andlitið á mér núna! aaaaaaaaaaaaaaaaaaaarg!

Sent: Þri 19. Des 2006 18:04
af ManiO
Blackened skrifaði:Jammjammjamm.. ég er að versla internet frá skýrr þaráður skrín á akureyri sem að skýrr keypti..

Alltaf topphraði og allt það ægilega fínt.. nema hvað að núna fæ ég svakalegan reikning frá þeim

Þá virðist sem að þeir hafi alltíeinu sett 40gígabæta þak á það sem áður var ótakmarkað og ekki látið neinn vita af því

Það stendur reyndar á heimasíðunni hjá þeim.. en kommon.. hver skoðar heimasíðuna hjá skýrr akureyri oftar en 1x á 2mánaða fresti

Ég sumsé fékk reikning uppá aðeins meira en 40þúsund krónur

Afþví að ekki nóg með að þeir hafi alltíeinu sett þak.. heldur létu þeir það ganga einn mánuð á afturábak líka! þannig að ég borga geeeðveikt mikið fyrir nóvember.. afþví að þarsem að þetta hefur ALDREI verið vandamál þá tók ég mig til og sótti nokkrar seríur af efni til að horfa á yfir jólin afþví að ég gekk útfrá því að þetta væri frítt.. eins og það hefur verið síðustu mánuði

AAA ég er svo brjálaður.. og síðan næ ég ekki í neinn þarna niðurfrá

En er þetta alveg í lagi finnst ykkur? ég fékk ENGA tilkynningu um að það yrði sett 40gíg þak.. enginn tölvupóstur eða símtal eða neitt.. þeir sendu mér enga viðvörun um að ég væri eftilvill að dl full grimmt og síðan senda þeir mér bara reikning uppá 40þúsund..

Ég er búinn að vera með internetþjónustu þarna í 4 ár eða eitthvað og ótakmarkað niðurhal í meira en ár held ég.. og síðan slengja þeir þessu í andlitið á mér núna! aaaaaaaaaaaaaaaaaaaarg!


:shock: 40 þúsund? Síííjiiit :shock:

Persónulega finnst mér þeir bera skyldu að tilkynna með email, en þeir eru víst lagalega í rétti þar sem þeir eru með upplýsingar á síðunni sinni. En þetta er samt svívirðilega svínslegt af þeim, og svo að hafa ekki verðþak eins og Síminn og Vodafone :(

Edit: Líka full gróft ef þú nærð ekki í þá.

Sent: Þri 19. Des 2006 18:42
af Blackened
Já.. en málið er að þetta stóð ekki á heimasíðunni þeirra.. þessu hefur nýlega verið breytt.. og það var enginn látinn vita! enginn email eða neitt

Þeir breyttu þjónustusamningnum án þess að láta mig vita.. helvítis

Og síðan segja þeir á heimasíðu sinni
(þetta er mín tenging)
Dæmi 5 - Verð kr. 5.480,- á mánuði*
Innifalið:
ADSL 8 Mbits
Ótakmarkað erlent niðurhal***
5 netföng
Vírusvörn og ruslpóstsía á allan tölvupóst
Aðgengi að vefpósthúsi
Öll innanlandsumferð frí
Símaþjónusta frá 9 til 16 alla virka daga
Þráðlaus ADSL beinir

*** Skýrr hf. áskilur sér rétt til að takmarka þjónustuna ef notandi verður uppvís að óhóflegu erlendu niðurhali (hámark 40Gb) sem getur haft áhrif á tengingar annarra.


Ég get ekki séð að þeir séu að segja neitt annað en að þeir megi TAKMARKA notkunina hjá mér en ekki RUKKA fyrir hvert mb umfram

Sent: Þri 19. Des 2006 19:38
af gnarr
Þeir segja þarna skýrt að það sé ótakmarkað, þá geta þeir ekki rukkað þig fyrir það. Þú ert í lagalegum rétti.

Sent: Þri 19. Des 2006 19:38
af Heliowin
Þetta er verulega gróft og óásættanlegt, svona lagað á ekki að geta gerst.

Sent: Þri 19. Des 2006 19:44
af Blackened
gnarr skrifaði:Þeir segja þarna skýrt að það sé ótakmarkað, þá geta þeir ekki rukkað þig fyrir það. Þú ert í lagalegum rétti.


Já.. ég styrkist alltaf í þeirri stefnu núna að ef að þeir laga þetta ekki þá muni þeir fá að heyra frá lögfræðingi fyrirtækisins

Edit:
Sá reyndar að Þeir skrifa á heimasíðu skýrr á akureyri

Þann 1. desember nk. verður ný og endurbætt gjaldskrá Internetþjónustu Skýrr á Akureyri tekin í notkun. Þetta þýðir að notkun í nóvember á erlendu niðurhali, stærð pósthólfa og heimasvæða notenda í Internetþjónustu, verður gjaldfærð samkvæmt henni.

Allir notendur í Internetþjónustu Skýrr á Akureyri hafa til umráða 5 netföng (hvert póstthólf er 100mb) með hverri áskrift, erlent niðurhal frá 1Gb (Hámark 40Gb) og HTML heimasvæði frá 35-50Mb. Öll notkun umfram það sem viðkomandi samningar Internetþjónustu segja til um, verður gjaldfærð samkvæmt gjaldskrá Internetþjónustu.


En síðan stendur engin dagsetning við þetta.. og hvernig getur það verið að eitthvað sem tekur gildi 1.des gildi yfir nóvember líka?

Og eiga þeir ekki að láta mann vita af þessu?