Síða 1 af 1

Vandræði að setja upp nettengingu

Sent: Fös 17. Nóv 2006 14:59
af sveik
Sælir
Ég er búin að vera að reyna að setja upp nettenginu í tölvu sem mamma og pabbi voru að kaupa sér. Vandamálið er að ég sæki drivera á netið fyrir þetta móðurborð(MSI K8N Neo2 Platinum) en þegar ég opna .zip þá eru bara fælar sem ég kann ekkert að nota. Fælarnir sem ég fæ eru netrtl.cat , netrtl.inf , Rtnicxp.sys og Rtnic64.sys

Nú spyr ég ykkur hvort þið getið hjálpað mér og komið með uppástungur hvernig ég á að fara að þessu... þarf að fá svör sem fyrst :S

Re: Vandræði að setja upp nettengingu

Sent: Fös 17. Nóv 2006 15:58
af J0ssari
sveik skrifaði:Vandamálið er að ég sæki drivera á netið fyrir þetta móðurborð(MSI K8N Neo2 Platinum) en þegar ég opna .zip þá eru bara fælar sem ég kann ekkert að nota. Fælarnir sem ég fæ eru netrtl.cat , netrtl.inf , Rtnicxp.sys og Rtnic64.sys
Nú spyr ég ykkur hvort þið getið hjálpað mér og komið með uppástungur hvernig ég á að fara að þessu... þarf að fá svör sem fyrst :S


Hvað er vandamálið ?.

Ef þú ert að reyna að setja netkortið upp, þá afpakkaru þessum fælum í eitthvað folder, og vísar svo á það folder þegar þú ferð i Add hardware/Update driver í Device manager.

My computer > Hægri Klikk > Properties > Hardware > Device Manager > Network Adapters

Sent: Fös 17. Nóv 2006 16:56
af sveik
ég fór í add hardware>network adapter>realtek rtl8169/8110>the following hardware were installed... síðan kom "This device cannot start.(code 10)"
Ég reyndi líka að update driverinn með þeim sem ég sótti á netið en það kom bara eitthvað error
Einhverjar uppástungur?

Sent: Fös 17. Nóv 2006 17:47
af Yank
Það eru 2 netkort á þessu móðurborði. Man ekki betur en annað kæmi með nforce driverunum. Og hitt marvel. Ertu búinn að prufa að færa snúruna á milli ?

Sent: Fös 17. Nóv 2006 19:22
af sveik
:oops:
Mín mistök. Jú það eru tvö net"kort" á þessu borði. Bæði vor á Disable i BIOS þurfti bara að gera Enable og vola allt gekk eins og í sögu.. takk fyrir skjót svör