Síða 1 af 1

eMule Plus v1,2a og uTorrent 1,6

Sent: Fös 10. Nóv 2006 19:01
af Beetle
Þetta eru skráarskiptaforrit sem ég er að nota, er með Zyxel prestige 600 Beinir (router), er með 4mb. tengingu frá Vodafone, skv. hraðamælingu er ég með ca. 3,8.
Niðurhalshraðinn hjá mér er vægast sagt slakur, undir því sem módemið gamla bauð uppá, aha þatta er satt ! Málið er : er þetta eh. stillingar atriði sem ég er að klikka á, td. í routernum eða forritunum sjálfum ?

Sent: Fös 10. Nóv 2006 19:10
af ManiO
Er svarið ekki bara að vodafone er að setja þak á p2p umferð?

Sent: Fös 10. Nóv 2006 19:33
af Beetle
p2p umferð. værir þú til að útskýra fyrir leikmanni einsog mér hvað þetta þýðir :roll:

Sent: Fös 10. Nóv 2006 21:47
af Skoop
Kveiktu á universal plug and play á routernum og á því skráarskiptiforriti sem þú notar,
utorrent styður þetta, þá sér forritið um að hafa samskipti við routerinn til að opna viðeigandi port.

það er sér menu í prestige routerum fyrir upnp eitt hak sem þú hakar við.


annars eru þessir zyxel routerar með inbyggðum eldvegg þannig að ef þú ætlar að fara handvirku leiðina að þessu þarftu bæðu að forwarda því porti sem þú ætlar að nota til skráarskipta og opna fyrir það í eldveggnum.

mikið þægilegra að nota uPnP.

ég held meira að segja að zyxmon geti kveikt á þessu fyrir þig ef þú nennir eða getur ekki gert þetta frá router menuinu

http://zyxmon.3daffex.com/indexe.php