Síða 1 af 1

Speedtouch 585 <- er til heimskara viðmót ?

Sent: Mið 08. Nóv 2006 20:12
af arro
Sælir,

Var að fá nýjan Speedtouch 585 router hjá Símanum sem er s.s. ekki til frásagnar færandi , nema fyrir þær sakir að þegar ég fer inní uppsetningardæmið á þessu skrímsli er það uppsett eins og frumskógur. Það virðist ekki vera hægt að hafa neina lógíska stjórn á þessu dæmi.

Skrítið hvernig hægt er að gera einfaldann hlut flókinn, en allavega ég var að spá hvort ég gæti flassað þennan grip með einhverju minna "user friendly" og meira "functional" ?

kv/ arro

Sent: Mið 08. Nóv 2006 21:22
af corflame
Það er líka textaviðmót ef þú telnettar þig inn á routerinn

Sent: Mið 08. Nóv 2006 23:29
af Andri Fannar
telnetið virkar líka mun betur

Sent: Mið 08. Nóv 2006 23:56
af Pandemic
Ég skil nú stundum ekki baun í telnetinu heldur :)

Sent: Fim 09. Nóv 2006 08:34
af arro
Ég prófaði nú telnettið líka og þetta er bara rugl. Ég er nú sjálfur að forrita og hanna viðmót daglega. Viðmótið á þessari græju er það lélegasta sem ég hef séð á nokkrum hlut.

T.d. finn ég ekki hvernig ég festi ákveðna IP tölu á ákveðið tæki. (ég get fest IP töluna sem tækið fékk úthlutað, en ég finn engan stað til að breyta henni) Ef þetta er illskiljanlegt, þá fékk tækið s.s. úthlutað 192.168.1.66 en ég vill að það hafi 192.168.1.2, það virðist ekki hægt.

kv/

Sent: Fim 09. Nóv 2006 09:48
af JReykdal
Þetta er náttúrulega bara einföld og ódýr consumer græja. Ef þú vilt svona advanced fítusa þá kaupirðu þér bara betri græju (og borgar eftir því) eða smíðar þína eigin.

En varðandi ip tölu dæmið þitt...af hverju notarðu þá ekki bara statíska ip-tölu? :)

Sent: Fim 09. Nóv 2006 10:33
af tms
arro skrifaði:Ég prófaði nú telnettið líka og þetta er bara rugl. Ég er nú sjálfur að forrita og hanna viðmót daglega. Viðmótið á þessari græju er það lélegasta sem ég hef séð á nokkrum hlut.

T.d. finn ég ekki hvernig ég festi ákveðna IP tölu á ákveðið tæki. (ég get fest IP töluna sem tækið fékk úthlutað, en ég finn engan stað til að breyta henni) Ef þetta er illskiljanlegt, þá fékk tækið s.s. úthlutað 192.168.1.66 en ég vill að það hafi 192.168.1.2, það virðist ekki hægt.

kv/

Sumir eru til þess að sýna hinum hvernig á ekki að gera hlutina ;)
Ég hef ekki fundið út hvernig á að stilla ip pr. mac en þú getur hakað við "use static address" ef þú ýtir á vélarnafn og ferð í configure.

Sent: Þri 21. Nóv 2006 19:16
af btha
JReykdal skrifaði:Þetta er náttúrulega bara einföld og ódýr consumer græja. Ef þú vilt svona advanced fítusa þá kaupirðu þér bara betri græju (og borgar eftir því) eða smíðar þína eigin.

En varðandi ip tölu dæmið þitt...af hverju notarðu þá ekki bara statíska ip-tölu? :)


það er ekki spurning um að þurfa öflugri græju, vandamálið við speedtouchinn er bara að interfaceið er hrææææðilega illa sett upp.
Routerinn sjálfur er frekar öflugur, en interfaceið virðist gera sitt besta til að halda þér frá því að gera eitthvað af viti í því.

Sent: Þri 21. Nóv 2006 22:24
af JReykdal
btha skrifaði:
JReykdal skrifaði:Þetta er náttúrulega bara einföld og ódýr consumer græja. Ef þú vilt svona advanced fítusa þá kaupirðu þér bara betri græju (og borgar eftir því) eða smíðar þína eigin.

En varðandi ip tölu dæmið þitt...af hverju notarðu þá ekki bara statíska ip-tölu? :)


það er ekki spurning um að þurfa öflugri græju, vandamálið við speedtouchinn er bara að interfaceið er hrææææðilega illa sett upp.
Routerinn sjálfur er frekar öflugur, en interfaceið virðist gera sitt besta til að halda þér frá því að gera eitthvað af viti í því.


Þá brúkar maður CLI sem er mun öflugra en eitthvað vefviðmót.

Sent: Þri 21. Nóv 2006 23:18
af Pandemic
Fyrir utan það að allt er læst af símanum inní telnet.

Sent: Mið 22. Nóv 2006 10:36
af JReykdal
Pandemic skrifaði:Fyrir utan það að allt er læst af símanum inní telnet.


say what?

Sent: Mið 22. Nóv 2006 10:49
af corflame
Ekkert meira læst en svo að það er sama lykilorð þar inn og þú notar í vefviðmótinu....

Það er ekki opið default inn á router af ytra netinu en það er stillanlegt ef ég man rétt.

Sent: Mið 22. Nóv 2006 22:58
af Pandemic
Man nú ekki hvernig þetta var en þegar ég var með þetta var s.s super administrator á telnetinu sem hét Síminn og mitt default lykilorð ásamt öllum venjulegu default lykilorðum virkuðu ekki og minn user var limited. Þannig allar breytingar sem ég gerði í telnetinu revertuðu frekar pirrandi það.

Sent: Fim 23. Nóv 2006 12:01
af corflame
Þá hefur þinn router verið allt öðruvísi uppsettur en minn. Eina sem maður þurfti að gera var að muna eftir að committa breytingum svo þær dyttu ekki út við næstu endurræsingu/rafmagnsleysi.