Síða 1 af 1

Rekja innlenda IP tölu

Sent: Fim 02. Nóv 2006 00:15
af machinehead
Hvernig fer ég að því að rekja innlenda ip tölu, eina sem ég veit er að hún er hjá símanum!

Sent: Fim 02. Nóv 2006 00:16
af kemiztry
Hvað þarftu eiginlega að vita meira?

Re: Rekja innlenda IP tölu

Sent: Fim 02. Nóv 2006 00:39
af tms
machinehead skrifaði:Hvernig fer ég að því að rekja innlenda ip tölu, eina sem ég veit er að hún er hjá símanum!

Spyrð símann hver var með IP-töluna á hvaða tímapúnkti. Og auðvitað segja þeir ekki neitt nema þú sért með heimild.

Sent: Fim 02. Nóv 2006 08:13
af machinehead
Já ég veit náttúrulega ip töluna sjálfa.
Það sem ég þarf að vita er heimilisfang eða eigandi.

Sent: Fim 02. Nóv 2006 10:24
af corflame
Mér vitanlega fær Jón "Machinehead" Jónsson úti í bæ aldrei að vita hvaða aðili var með tiltekna IP tölu. Ef um eitthvað abuse er að ræða, þá er hægt að kvarta til viðkomandi netveitu, en þeir munu samt ekki gefa þér upp hver þetta er.

Til að fá slíkar upplýsingar þarf dómsúrskurð eftir því sem ég veit best.

Sent: Fim 02. Nóv 2006 18:47
af Bessi
corflame skrifaði:Til að fá slíkar upplýsingar þarf dómsúrskurð eftir því sem ég veit best.


Ekki nema þú sér lögga, þá er nóg að biðja bara fallega...

Sent: Fim 02. Nóv 2006 19:46
af urban
Bessi skrifaði:
corflame skrifaði:Til að fá slíkar upplýsingar þarf dómsúrskurð eftir því sem ég veit best.


Ekki nema þú sér lögga, þá er nóg að biðja bara fallega...


neinei
lögreglan þarf alveg jafn mikið dómsúrskurð alveg einsog jón jónsson

Sent: Fim 02. Nóv 2006 20:21
af Bessi
Það var þannig en því hefur nú verið breytt.

"Fjarskiptafyrirtæki er þó rétt og skylt að veita lögreglu, í þágu rannsóknar opinbers máls, upplýsingar um hver sé skráður eigandi ákveðins símanúmers og/eða eigandi eða notandi vistfangs (IP-tölu)." (http://www.althingi.is/altext/128/s/1412.html)

Lengi lifi Björn Bjarna!

Sent: Fim 02. Nóv 2006 20:51
af urban
nei andskotinn...

ég hélt að eþtta hefði ekki farið í gegn

Sent: Lau 04. Nóv 2006 22:39
af akarnid
'...í þágu rannsóknar opinbers máls.'

Það er merguer málsins, það verður að vera komið mál úr þessu, þú getur ekki beðið frænda þinn varðstjórann til að hringja til Símans eða Vodafone og fá þetta uppgefið þannig. Rannsóknardeildirnar hafa sína contacta hjá fyritækjunum, en þessar upplýsingar eru ekki bara gefnar upp willy-nilly.