Síða 1 af 1

Netopia Cayman 3341

Sent: Lau 09. Ágú 2003 11:08
af OverClocker
Ég var með eitthvert PCI adsl módem sem virkaði fínt, en þegar ég var hjá OgVodafone um daginn að breyta tengingu þá var mér sagt að best væri að tengja adsl módem í gegnum ethernet. Ég ákvað þá að kaupa Netopia Cayman 3341 á 10þús þar sem ég hélt að það gæti kanski aðeins lagað netsambandið og minnkað álag á tölvuna.. hljómaði fínt..

Í dag er sambandið eins og jójó, stundum OK stundum verra en gamla síma módemið! Stundum fæ ég bara "page not found" og þarf að gera refresh aftur og aftur til að fá síðuna.

Ég er með allt rétt stillt skv leiðbeiningum.. er ekki bara málið að þetta módem er eitthvert drasl?
Hefur módemið ekki mikið að segja um hraðann á netinu?

Sent: Lau 09. Ágú 2003 20:08
af tms
Ég er með sama router frá Og Vodafone og han virkar bara mjög vel hérna. Getur verip að það sé einhvað annað en routerinn sem er vandamálið? Hvernig tengiru routeren við tölvuna? Ertu búinn að setja síur á rétta staði?

Sent: Mán 11. Ágú 2003 00:47
af OverClocker
ég tengi í gegnum Lan tengið á tölvunni..
er með síu á réttum stað..
Búinn að uppfæra lan drivera...

Sent: Mán 11. Ágú 2003 01:22
af gumol
Ertu með allt nákvæmlega eins og það var á PCI módeminu? sama snúra sem fer í routerinn og fór í PCI módemið? Gæti verið að netkortið sé eitthvað bilað?

Sent: Mán 11. Ágú 2003 01:32
af OverClocker
Mig grunar að þetta innbyggða lan kort sé eitthvað að klikka.. eða er eitthvað vitlaust stillt..
Fann reyndar áðan einhverja mælingasíðu http://www.plusnet.is/isp2/initialmeter.php sem segir að hraði á tengingunni sé 446.10 kpbs (einmitt núna virkar netið fínt).

Ég er með 512 tengingu..

Sent: Mán 11. Ágú 2003 01:39
af tms
Prófaðu USB tenginguna (ef það fylgir með þessum router).
Það fylgdi a.m.k. með mínum og einhver geisladiskur líka.

Sent: Mán 11. Ágú 2003 07:13
af Pandemic
mæli með að taka power off to save power eins og var hjá mér á xp :oops: