Síða 1 af 1

Erfitt að ná í Fedora Core 6

Sent: Mið 25. Okt 2006 14:53
af Heliowin
Ég er búin að vera að reyna að ná í nýkomið Fedora Core 6 á ftp://ftp.fedora.is/pub/fedora/core/ en gengur alls ekki, hvorki á Windows né Linux vél. Hef reynt í um sólarhring og fæ ekki samband. Ég fæ samband hinsvegar á netkaffi Ground Zero.

Ég fæ samband við alla aðra mirrora erlendis.
Er þetta eitthvað að ganga hjá ykkur sem hafa reynt?

Ef svo er hvað í ósköpum er í gangi?

Sent: Mið 25. Okt 2006 15:12
af HemmiR
ég er hérna að reyna nuna.. ekki að ganga vel stendur bara niðri "connecting to ftp.fedora.is.." og svo kemur ekkert meira :p og ég er með Ubuntu 6.06 :wink:

Sent: Mið 25. Okt 2006 16:28
af ManiO
Ég reyndi ekki á þessum íslensku síðum, náði í þetta í gegnum torrent. Spurning um hvort maður ætti bara að skella þessu á torrent.is?

Sent: Mið 25. Okt 2006 16:49
af JReykdal
Virkar hér (síminn) með http og ftp.

Sent: Mið 25. Okt 2006 17:05
af ManiO
Samt grunsamlegt að þeir hlutir sem tengjast Fedora Core 6 eru breyttir þann 19. okt en það var ekki gefið út fyrr en þann 24. okt (alla vega af því sem ég kemst næst).

Sent: Mið 25. Okt 2006 17:13
af Heliowin
4x0n skrifaði:Samt grunsamlegt að þeir hlutir sem tengjast Fedora Core 6 eru breyttir þann 19. okt en það var ekki gefið út fyrr en þann 24. okt (alla vega af því sem ég kemst næst).


Já, þetta er vafaatriði! Hinsvegar rennur manni í grun um að þetta sé tilkomið vegna tímans sem þeir hafa gefið sér að hlaða upp, og því sé þetta engu að síður rétta útgáfan.

Update: ég fæ enn ekki samband á ftp://ftp.fedora.is/pub/fedora/core/
Þetta finst mér skrítið og leiðinlegt því það virkar á öðrum stöðum.
Hvað er eiginlega vandamálið.
Ég kemst inn á erlenda ftp en ekki þennan.

Update2: hef þegar hlaðið niður FC6 erlendis frá á meira en þolanlegum hraða.