Síða 1 af 1

Skannaði með Avast og allt ónýtt eftir það

Sent: Mán 09. Okt 2006 13:25
af Alcatraz
Sælir, ég var að lenda því "skemmtilega" að ég skannaði með Avast með "Boot scan." Án þess að hugsa deletaði ég bara öllu sem hún fann og núna er ég í vandræðum. Windows Task Manager virkar ekki, hann "birtist" í svona 1-2 sek. og hverfur svo strax aftur. Einnig eru leikir að frjósa og einnig bara tölvan í nánast engri vinnslu (Firefox og e-ð). Hvað get ég gert til að laga þetta?

Sent: Mán 09. Okt 2006 19:42
af Saphira
Formata?

Sent: Mán 09. Okt 2006 21:27
af Cikster
Ef þú ert með XP þá endilega prófaðu að athuga hvort þú sért ekki með Restore Point.

Sent: Mán 09. Okt 2006 22:06
af Heliowin
Cikster skrifaði:Ef þú ert með XP þá endilega prófaðu að athuga hvort þú sért ekki með Restore Point.


Já og ef það hjálpar ekki þá repair.