Síða 1 af 2

Eru hraðatakmarkanir á ADSL löglegar?

Sent: Mán 02. Okt 2006 23:11
af cue
Ég hef orðið óþægilega var við að HIVE sé að throttla niður P2P umferð hjá sér.

Það sem mig myndi langa að vita er hvort þetta séu ekki sölusvik. Þ.e þegar viðskiptavinur kaupir 4-6-8-12 mbit tengingu hvernig getur internet veita leift sér að draga úr keyptum hraða :?:

Sent: Þri 03. Okt 2006 09:16
af emmi
Löglegt eða ekki, hef ekki hugmynd um það. En ég veit að Vodafone gerir þetta líka enda veitir ekki af, útlandagáttin hjá þeim er algjört sorp. :P

Sent: Þri 03. Okt 2006 11:43
af urban
sjálfsagt er hægt að fara í mál við þá
og jafnvel vinna það

en aftur á móti ef að það kemur í ljós að það er ólöglegt þá taka þeir það bara allt af
og þá kemur þetta vandamál á sjálfu sér, svona reyna þeir þó að stjórna þessu aðeins

Re: Eru hraðatakmarkanir á ADSL löglegar?

Sent: Þri 03. Okt 2006 15:26
af JReykdal
cue skrifaði:Ég hef orðið óþægilega var við að HIVE sé að throttla niður P2P umferð hjá sér.

Það sem mig myndi langa að vita er hvort þetta séu ekki sölusvik. Þ.e þegar viðskiptavinur kaupir 4-6-8-12 mbit tengingu hvernig getur internet veita leift sér að draga úr keyptum hraða :?:


Ég verð að svekkja þig á því að það er verið að selja þér það sem stendur á umbúðunum.

Hraðinn á ADSL línunni stenst líkelga alveg. Það eru engin loforð gefin um hraða á forritum eða protocolum.

Sent: Þri 03. Okt 2006 16:33
af corflame
Þetta er ekki bara Hive, allar netveiturnar gera þetta.

Sent: Þri 03. Okt 2006 17:52
af Sidious
Það er nú samt ekkert lítið sem hive hefur verið að cappa mann, ert kannski connect-aður á 100 seeds og nærð ekki meiri hraða en 40kb á sec og svo er bara ekki hægt að upload-a lengur hjá mér

Sent: Þri 03. Okt 2006 18:26
af Amything
breytir engu ef þið notið annað en default port fyrir torrenta?

Sent: Þri 03. Okt 2006 18:55
af Blackened
Amything skrifaði:breytir engu ef þið notið annað en default port fyrir torrenta?


Ég nota FTP portið góða 21 og ég fæ alltaf fullan hraða..

Ætli þeir séu ekki bara að cappa hraða á portum? sakar ekki að prufa að breyta portinu allavega :)

Sent: Þri 03. Okt 2006 19:36
af gumol
flestir ykkar ættu að geta notað port 80, varla er það cappað.

Sent: Þri 03. Okt 2006 23:15
af fallen
gumol skrifaði:flestir ykkar ættu að geta notað port 80, varla er það cappað.


á flestum private torrentsíðum eru port á milli 49152 og 65535 þau einu sem eru leyfð
þannig að þið getið alveg prufað eitthvað af þessum 16þúsund portum þarna á milli, varla hafa þeir cappað þau öll

Sent: Mið 04. Okt 2006 13:23
af Climbatiz
thetta hefur ekkert med port ad gera, thetta eru bara protocols, hef nu ekki prufad ad speedtesta ftp, en tok samt eftir ad dl/up gengum irc er mun haegara en thad gaeti verid

their segja ad their seu ad thetta "cap" se alagstengt og ad traffik like bt er laegsta priority og thessvegna er thad svo haegt, sem er bara algjort bs, thetta byrjadi sidasta midvikudag (og tha var allt cappad (+http)) og svo daginn eftir logudu their http hradann, ef thetta er alagstengt tha afhverju skedi thetta cap allt i einu bara a midvikudegi, og varla er buid ad vera stanslaust alag a kerfum theirra sidan tha

Sent: Mið 04. Okt 2006 13:35
af tms
Climbatiz skrifaði:thetta hefur ekkert med port ad gera, thetta eru bara protocols, hef nu ekki prufad ad speedtesta ftp, en tok samt eftir ad dl/up gengum irc er mun haegara en thad gaeti verid

Jú, þetta hefur allt með port að gera. Ég þori að veðja tölvunni minni á að þeir eru ekki að nota routera sem finna út hvaða protocol hver tenging er að nýta sér, og eru örugglega ekki með routera sem geta gert það heldur.

Sent: Mið 04. Okt 2006 13:51
af Blues-
fæ fulllann hraða hjá voddafukk eftir að ég setti á "protocol encryption" á
í bittorennt client-inum mínum.

Sent: Mið 04. Okt 2006 23:06
af Cascade
Þetta er alveg hræðilegt,

Eru allar internetþjónustur að gera þetta núna?
Eða er málið bara að fara á istorrent?

Sent: Mið 04. Okt 2006 23:24
af cue
Ég get ekki séð betur en þeir séu með eitthvað til að skoða pakkana.
Eftir að ég encript-aði uTorrent (Setti Protocol Encryption
Outgoing : Enabled) fékk ég mikið betri hraða, enda geta þeir ekki throttlað niður port. Þá yrði ekki nokkur leið að spila leiki, vegna þess að leikir geta notað port alveg frá 500-65500.
En ég er nokkuð viss um að þeir eru líka að takmarka eftir magni. Torrent hraðinn hjá mér er þokkalegur, en það gengur hægt að browsa erlendar síður samtímis og ég dowloda. Samt er ég langt undir 6 mbit.

Það væri gaman að hefja söfnun til að ráða lögfræðing og prufa að kæra.


Annars er ég helst á því að það vanti HIVE 2, sem kemur með hraða til útlanda, ótakmarkaðan. Ég er tilbúinn að borga fyrir það. Líkar illa að láta ljúga að mér.

Sent: Mið 04. Okt 2006 23:30
af Cascade
cue skrifaði:Ég get ekki séð betur en þeir séu með eitthvað til að skoða pakkana.
Eftir að ég encript-aði uTorrent fékk ég mikið betri hraða, enda geta þeir ekki throttlað niður port. Þá yrði ekki nokkur leið að spila leiki, vegna þess að leikir geta notað port alveg frá 500-65500.
En ég er nokkuð viss um að þeir eru líka að takmarka eftir magni. Torrent hraðinn hjá mér er þokkalegur, en það gengur hægt að browsa erlendar síður samtímis og ég dowloda. Samt er ég langt undir 6 mbit.

Það væri gaman að hefja söfnun til að ráða lögfræðing og prufa að kæra.


Annars er ég helst á því að það vanti HIVE 2, sem kemur með hraða til útlanda, ótakmarkaðan. Ég er tilbúinn að borga fyrir það. Líkar illa að láta ljúga að mér.


Settiru bara Protocol Encryption
Outgoing : Enabled

?

Sent: Mið 04. Okt 2006 23:45
af cue
Gerði það.
"Eftir að ég encript-aði uTorrent"

Sent: Mið 04. Okt 2006 23:47
af Cascade
cue skrifaði:Gerði það.
"Eftir að ég encript-aði uTorrent"


Hvað meinaru með seinni línunni?
Er það e-ð annað en þett Protocal Encryption

Hvernig gerir maður það?

Sent: Mið 04. Okt 2006 23:54
af cue
Nei, það er sama. Bara illa útskýrt hjá mér.
Ég set inn lagfæringu þannig að það sé hægt að ræða niðurlag þess sem ég skrifaði.

Sent: Fim 05. Okt 2006 01:01
af Cascade
Mér sýnist þetta hjálpa voða lítið

EDIT
Eða þetta virðsit hjálpa smá, allavega nokkrir seeders sem eru ekki cappaðir lengur

Sent: Lau 07. Okt 2006 15:57
af arro
Sælir,

ég er hjá Hive og er að nota Newsbin Pro. DL dó hjá mér á sunnudag-mánudag (1. eða 2. okt). Það fór úr ca 6.7mbits niður í 180kbits og hangir bara þar.

Ég er búinn að prófa öll port sem newsserverinn leyfir (giganews.com) og þetta breytist ekkert. Þetta er bara helv. rugl.

Í framhaldinu hafði ég samband við Customer support hjá giganews og eftir nokkrar prófanir með þeim, eru þeir á því að það sé verið að limita NNTP protocolið einhverstaðar á leiðinni.

Þá hringdi ég í Hive og eftir jaml og fuður kom í ljós að einhver aðili sem þeir tengjast í gegn Telglobe eða eitthvað í Ameríku er að cappa þetta prótokól.

Eftir á að hyggja er það samt skrítið því ég prófaði að tengjast giganews-europe og það er sama vandamál þannig að ég skil ekki í að þetta geti verið málið og líklegast að Hive sé bara sjálft að cappa þetta.

Allavega nú er augljóst að Hive er að cappa og líklegast breytist það ekki. Mér skilst að OgVodafone sé að kappa þetta, getur einhver staðfest það ? Og er einvher sem getur sagt stöðuna á þessu hjá símanum ?

kv/

Sent: Lau 07. Okt 2006 16:12
af Climbatiz
þetta hefur ekkert með porta að gera, sama hvað einhver er að segja hér að það hefur einhvað með þá að gera, hive er örruglega að nota forrit (sem er til) á serverum þeirra (ekki a routernum þínum) sem greinir protocols fyrir alla traffík, þeir eru örruglega að limita alla traffík aðra en http, því það er allt nema http hægt hér, þeir segja að þetta sé álagstengt og að traffík önnur en http er bara lægsta priority hjá þeim, en hver trúir því eiginlega? er virkilega búið að vera max álag á kerfum þeirra hvað núna í nær 2 vikur???

Sent: Lau 07. Okt 2006 20:55
af daremo
arro skrifaði:Sælir,
ég er hjá Hive og er að nota Newsbin Pro. DL dó hjá mér á sunnudag-mánudag (1. eða 2. okt). Það fór úr ca 6.7mbits niður í 180kbits og hangir bara þar.


Sama kom fyrir hjá mér. DL dó algjörlega um mánaðarmótin, öll erlend umferð fór úr 300kb/s í 50-80kb/s. http varð reyndar eðlilegt daginn eftir, en öll p2p umferð er ennþá föst í max 80kb/s.
Þegar ég hringdi í þjónustuverið þeirra vildu þeir auðvitað ekkert kannast við neitt cap.

Ætli maður fái sér ekki bara áskrift hjá Símanum eftir helgi..

Sent: Lau 07. Okt 2006 21:21
af emmi
Þeir cappa þetta í Cisco græjunum sínum.

Sent: Sun 08. Okt 2006 23:48
af Butcer
Cascade skrifaði:Mér sýnist þetta hjálpa voða lítið

EDIT
Eða þetta virðsit hjálpa smá, allavega nokkrir seeders sem eru ekki cappaðir lengur



get sagt það að hive eru ekki að forgangsraða hraða þá mundi dla hraðinn í nntp(usenet og torrent ) fara upp og niður mjög óstöðuglega en hann er grenilega capaður tildæmis í usenet helst hann nákvamlega í 20k per sec