Síða 1 af 1
loksins vasareiknir
Sent: Fös 01. Ágú 2003 04:39
af ICM
eftir langa bið hefur Yuri Koberts loksins gert vasareiknir til að nota með truelaunchbar
http://www.tsoftcentral.com/cgi-bin/ikonboard/ikonboard.cgi?s=3f29ec62666affff;act=ST;f=10;t=876[/url]
TrueLaunchbar
Sent: Fös 01. Ágú 2003 04:56
af ICM
Fyrir þá sem eru ekki með truelaunchbar þá er það snilldar forrit sem kostar bara 1500kr. Aldrei hef ég verið eins ánægður með kaup á einu forriti einsog þessu og hefur það algjörlega breytt því hvernig ég á samskipti við tölvuna.
TrueLaunchbar er forrit sem keyrist á explorer.exe sem toolbar eins og quick launch gerir en ekki vera fljótir að dæma það eins og flestir sem halda að þetta sé hægt nú þegar með því að gera toolbar sem heitir Links þó það dugi sumum sem þurfa ekki að keyra mikið af mismunandi forritum. TLB er forrit til að kveikja á forritum, breyta stillingum og nálgast skrárnar á tölvunni á mjög öflugan hátt í síðustu beta þá var loksins skipt yfir á xml stillingar svo þetta er allt að stefna í rétta átt og vinnur Yuri hörðum höndum á að láta þetta taka algjörlega yfir svo maður geti nú alveg drepið á explorer.exe þetta er shareware og virkar demo version alveg en það eru óþolandi merki útum allt sem fara þegar þú skráir það. Gefið þessu tíma, skoðið desktop gallery og sjáið hvað þið getið gert. ég fer að sýna ykkur hvernig sjónvarps valmyndin mín virkar og hvernig ég nota hana með MICROSOFT (múhaha) strategic command úr rúminu mínu algjörlega afslappaður til að stjórna hljóðstirk, tónlist og myndböndum eða velja play lists
Vona bara að Microsoft kaupi þetta fyritæki hehe.
Sent: Mið 06. Ágú 2003 02:03
af gumol
hérna er þetta
Sent: Mið 06. Ágú 2003 16:14
af Voffinn
mér líst svolítið vel á þetta, þetta er alveg 100% stable ?
Sent: Mið 06. Ágú 2003 16:26
af gumol
Er búið að setja inn stuðnig fyrir Num Padið í reiknivélina?
df
Sent: Mið 06. Ágú 2003 20:32
af ICM
Búin að skoða screenshot section af TLB?
Nei það er ekki búið að setja stuðning fyrir numpad í vasareiknin ennþá, þetta er fyrsta version af þessu en Yuri er að vinna að því.
Að mínu mati er TLB mikilvægasta shell extension sem gert hefur verið þar sem ég hugsa um þægindi ofar útliti.
Þetta er nógu stöðugt og mjög stöðugt af beta að vera.
Ef þú sækir þetta share-ware og kaupir það ekki þá á það til að hanga svolítið og gera ekki neitt en það fer að mestu þegar það er skráð.
Ef þú ert með lélegan plug-in í þessu þá áttu á hættu að þetta slökkvi á explorer.exe en þá kviknar sjálfkrafa á honum aftur eða þú getur kveikt aftur með taskman... Það byrjaði að vera smá vesen með nokkra plugins eftir að hann breytti öllum stillingum yfir í .XML
Ef þú ert með mikið af virtual folders, monitoring plugins, PNGs og jafnvel thumbnails í sama menu þá er hætta á að það fari að hanga með tímanum ef þú ert með lítið minni. þá þarf bara að gera refresh á aðal valmynd og þá hreinsast allt út.
Muna ef það slökknar á explorer.exe þá er það í flestum tilfellum EKKI windows að kenna heldur shell extension eins og þessu. explorer.exe þyngist um örfá megabæt, plug-ins eins og weather monitor þurfa auðvitað að vera rétt stilltir framhjá firewall...