How stuff works : NAT
Sko, þú ert með eina iptölu sem ISP skaffar þér og það er iptalan sem þú sérð hjá myip.is. Það er iptalan sem þú hefur gagnvart internetinu í heild. Síðan ertu með LAN á bakvið routerinn og allar tölvunar á LAN-inu hafa iptölur sem eru ekki löglegar á internetinu, byrja yfirleitt á 192.168.1.xxx.
Hvernig heldurðu að þetta virki að vera með eina iptölu og kannski 10 tölvur á LAN-inu?
Og með Default Gateway, hann á
ALLS EKKI AÐ SETJA ÞÁ IPTÖLU Í PORT FORWARDING!!! Default Gateway er iptala routersins gagnvart LAN-inu, það er allir pakkar sem eru að fara út af LAN-inu fara á Default Gateway.
Það sem þú ert að gera er að stilla routerinn þinn þannig að þegar það kemur pakki á ip: 85.220.79.319 (sem er routerinn) og port: 44204 þá áfram sendir routerinn pakkan á einhverja tölvu á LAN-inu, td. ip: 192.168.1.35 og port: 44204.
Þú getur síðan verið með aðra tölvu á laninu sem er http server, td. ip: 192.168.1.76 og port: 80 etc.
Til að finna iptölu tölvunar skaltu hægri smella á 'Local Area Connection' iconið í toolbar, velja 'Status' og fara þar í 'Support' flipann. Þar sérðu 'IP Adress' sem er raunveruleg iptala tölvunar á LAN-innu þínu.