Síða 1 af 1

Smá bras með Internet Explorer

Sent: Fim 15. Jún 2006 22:32
af so
Sælir félagar,

Svo vill til að ég á í smávægilegur brasi með IE á einni tölvu. Þetta er þannig að þessi IE er notaður til að skoða eina "síðu" og ekkert annað. Þetta er síða sem er vistuð á viðkomandi tölvu og inniheldur fréttapakka, íþróttapakka, viðskiptapakka, veðurfréttir og fleira.

Eins og áður segir er síðan ekki á Netinu heldur eru sóttar tilbúnar pakkasendingar til Símans á hverjum degi með nýjum uppfærslum á síðuna. Tölvan er því ekki "nettengd" í þeirri merkingu heldur fær bara þessa pakka sem er svo hægt að skoða á síðunni í gegn um IE.

Svo er það þannig að í hvert skipti sem smellt er á síðuna til að fá hana upp kemur IE með security meldinguna " To help protect your security, Internet Explorer has restricted this file from showing active content that could access your computer. Click here for otions.....

Þar þarf að smella á til að segja "Allow blocced content" og svo en að smella á yes í einum glugga í viðbót sem spyr hvort maður sé örugglega viss um að maður ætli að leyfa þetta því þetta gæti verið stórhættulegt :)

Ég er búinn að fikta svolítið til að fá þessa meldingu í burtu því það er hundleiðinlegt að þurfa alltaf að byrja á þessum fjórum smellum til þess að skoða síðuna sem er ekki einu sinni á netinu og er fullkomlega örugg.
En það gengur illa hjá mér að fá Bill Gates til að skilja að ég treysti þessari "síðu" fullkomlega og vill ekki að hann aðvari mig um hana framar.
Ég vill sem sé þessa meldingu burt og þessvegna allar aðrar öryggismeldingar því vélin er ekki notuð á Netinu heldur einungis við þessa einu síðu.

ATH. Hér er ekki sú lausn í boði að skipta um vafra þannig að þið sem ætlið að stinga upp á því, vinsamlega farið á keppnisþráðinn eða eitthvað annað :D
Hinir mega gjarnan koma með patentlausnina handa mér á silfurfati :D

Kærar þakkir

Sent: Fös 16. Jún 2006 09:05
af Stutturdreki
Er þetta ekki skilaboðin sem maður fær upp ef maður opnar vefsíður sem eru ekki hýstar á vefþjóni? Þ.e. ef þú td. opnar 'c:\slurp\pakkar.html'.

Settu upp IIS og vistaðu 'pakkana' þar og opnaðu svo td. 'http://localhost/pakkar.html' eða hvað sem þetta heitir hjá þér. Gæti virkað.