Vírus


Höfundur
CarpeDiem
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Sun 04. Jún 2006 15:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vírus

Pósturaf CarpeDiem » Sun 04. Jún 2006 15:58

Jæja, minn fyrsti póstur hér.

Sko, þannig er mál með vexti að ég er með 2 diska í tölvunni minni. C, sem er aðaldiskurinn, en er samt frekar lítill. Svo er ég með F, sem er aukadiskur(slave?), en hann er stærri og þar geymi ég tónlist og myndir.

Nú nýlega fer ég í F og þar er ekkert nema einn lítill fæll sem heitir vÉ. En ef ég geri open containing folder í uTorrent þá kemst ég inn í my music á F disknum, ekki öðruvísi. Jæja, þetta hlýtur að lagast með restarti hugsa ég bara.

Já þá restarta ég á þá er sama staða, nema að ég kemst ekki inn í My Music og það. Það er algjörlega horfið, um 100 GB. Samt sem áður stendur í upplýsingum um harða diskin að það pláss sé í notkun, en ég sé enga leið til að komast að því.

Ég er líka með einhvern Backdoor. sdBot viðbjóð sem ég held að tengist þessu, ef einhver er með eitthvað sem gæti hjálpað mér væri það vel þegið.

Ef þið skiljið ekki þá skulið þið ekki hika við að spyrja.




Rusty
Tölvutryllir
Póstar: 651
Skráði sig: Lau 31. Des 2005 16:42
Reputation: 0
Staðsetning: Eyjar
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Rusty » Sun 04. Jún 2006 18:54

Ertu búin að skanna tölvuna þína?

Einnig, smá hugmynd:
> Opna F drifið
> Tools
> Options
> View flippinn
> Hidden files and folders
> Haka við Show hidden files and folders
> Taka hakann úr "Hide protected operating system files"
> Smella á Ok.




Höfundur
CarpeDiem
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Sun 04. Jún 2006 15:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf CarpeDiem » Sun 04. Jún 2006 23:59

Já, ég er búinn að skanna með öllum andskotanum. Er í augnablikinu að skanna með AntiVir, sem verður lokatilraun.

Fyrst þegar ég uppgötvaði þetta þá gat ég alveg spilað týndu fælana, en núna get ég það ekki. Núna er My Music folderinn kominn en aðeins ein mappa í honum(Children of Bodom, sem er það sem ég var að dla þegar þetta gerðist.)

Held það sé alveg ljóst að filearnir eru þarna einhverstaðar, því harði diskurinn er jafnfullur og áður.




Taxi
spjallið.is
Póstar: 444
Skráði sig: Fös 17. Feb 2006 20:02
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Taxi » Mán 05. Jún 2006 00:45

Ertu búinn að skanna með þessum ??? http://www.kaspersky.com/trials?chapter=186685140

Er sagður sá besti til að finna erfiða vírusa.




Höfundur
CarpeDiem
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Sun 04. Jún 2006 15:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf CarpeDiem » Mán 05. Jún 2006 01:05

Nei, takk. Ég prófa hann og læt vita hvernig gekk.




Rusty
Tölvutryllir
Póstar: 651
Skráði sig: Lau 31. Des 2005 16:42
Reputation: 0
Staðsetning: Eyjar
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Rusty » Mán 05. Jún 2006 01:43

Hefurðu prófað að aftengja diskinn, og tengja hann við aðra vél?