Síða 1 af 1

hjálp! með activation

Sent: Sun 04. Jún 2006 14:04
af reason
ég er nýbúinn að fá mér nýtt móðurborð og eg innstallaði xp. og núna kemur alltaf gluggi í horninu sem biður mig um að activate-a windows ég skrifa product key-ið mitt á viðeigandi stað og ýti svo á activate en þá stendur að ég hafi skrifað vittlaust product key og ég er búinn að fara yfir alla stafi minnst 7 sinnum og samkvæmt límmiðanum á tölvunni á þetta að vera rétt

getur einhver hjálpað mér?

annars á tölvan mín ekki eftir að virka eftir 29 daga

Sent: Sun 04. Jún 2006 14:10
af Mazi!
windowsið læsist eftir 30 daga ef þú ert ekki búinn að activatea en ertu ertu nokkuð að nota eitthvað crack key eða?

Sent: Sun 04. Jún 2006 14:22
af reason
ekki búinn að gera neitt nema að skrifa code-ið sem er á tölvunni

Sent: Sun 04. Jún 2006 14:26
af Mazi!
humm ok prufaðu að reyna activatea í símanum semsagt (Phone activation)

Sent: Sun 04. Jún 2006 15:36
af reason
hvað á að stimpla inn til að hringja til útlands :D

mer er sagt að hringja í þetta nr:47 23 162 126

Sent: Sun 04. Jún 2006 15:54
af gnarr
notaðiru xp diskinn sem fylgi með tölvunni til að installa? Þetta er OEM útgáfa af windows og þarf af leiðandi geturu bara notað upprunalega diskinn til að setja það inn.

Sent: Sun 04. Jún 2006 18:57
af reason
ég notaði diskin sem fylgdi tölvunni til að installa

það væri frábært ef ég kæmist frá því að þurfa installa windowsinu á 30 daga fresti

Sent: Sun 04. Jún 2006 20:50
af Phixious
Gætir reynt að hafa samband við Microsoft á Íslandi og beðið þá um að endurnýja leyfið þitt.

Sent: Sun 04. Jún 2006 22:05
af Heliowin
Það er eflaust í fínu lagi með lykilinn. Þetta gerist eflaust vegna gjörbreytts vélbúnaðar.

Ég held að þetta gerist stundum líka ef of stuttur tími líði frá því lykill er virkjaður að nýju.

Einu sinni lenti ég í því sama og þurfti að hringja eina nóttina kófsveittur til Bandaríkjanna svo ég gæti ræst þetta darn Windows.

Var þá að vekja upp spegilmynd af því og liklega höfðu orðið of miklar breytingar á vélbúnaðar uppsetningunni sem olli ræsingu á Windows Poduct Activation kallinu.

Microsoft reddar þessu.

Sent: Mán 05. Jún 2006 00:39
af Taxi
Símanúmerið fyrir activate-a windows er 510-6900 fyrir ísland,færð að vísu
samband við þjónustuver Microsoft í Noregi EN á innanlandstaxta.

Sent: Mán 05. Jún 2006 12:38
af so
Hef einu sinni þurft að fara þessa leið að hringja í númerið til að láta aktivera stýrikerfi.

Fékk strax samband við úrvalsþægilega stúlku sem talaði fína ensku og reddaði þessu strax fyrir mig en lýsingin var sú sama og hjá þér.

Sent: Mán 05. Jún 2006 21:28
af Zaphod
amm hef þurft að gera þetta mörgum sinnum , bara þarft að fara í phone activaction og hringja .....

Siðan lesa fyrir konuna þessa svaka runu af tölum sem eru skjánum hjá þér þá færðu nýtt acti.. númer..

Sent: Mán 05. Jún 2006 22:17
af Rusty
eða nota keygen?

Sent: Mán 05. Jún 2006 22:27
af Heliowin
Zaphod skrifaði:amm hef þurft að gera þetta mörgum sinnum , bara þarft að fara í phone activaction og hringja .....

Siðan lesa fyrir konuna þessa svaka runu af tölum sem eru skjánum hjá þér þá færðu nýtt acti.. númer..


Hvaða konu eruði eiginlega að tala um :P

Þegar ég hef hringt til Noregs þá er það örugglega male herforingi sem svarar sem automatic activation.

Þegar ég hringdi til Bandaríkjanna þá var það örugglega african american female og það sexy, sem automatic activation.
En auðvitað þurfti ég þá live support frá þeirri deild og þá var það einhver ungur maður með breskan hreim, kannski englendingur, kannski indverji með breska menntun eða bakgrunn.

Þess má geta að fyrst þegar live rödd svaraði mér á vegum Microsoft, þá sagði hann mér að hringja aðeins seinna því kerfið hjá þeim væri niðri; wich was nice!

Sent: Mán 05. Jún 2006 22:37
af SolidFeather
Ég hef tvisvar hringt til Englands til þess að activate-a og í bæði skiptin þurfti ég að tala við Indverja :x Það gékk vel í fyrsta skiptið en ég skildi ekki orð sem að seinni gaurinn sagði.

Sent: Mán 05. Jún 2006 22:50
af Heliowin
SolidFeather skrifaði:Ég hef tvisvar hringt til Englands til þess að activate-a og í bæði skiptin þurfti ég að tala við Indverja :x Það gékk vel í fyrsta skiptið en ég skildi ekki orð sem að seinni gaurinn sagði.


Hjá mér gekk þetta eitthvað í þá veruna líka. Enskan var að vísu ágæt, en dálítið bæld, að hætti margra sem eru að reyna að bæla tungumála óöryggi sitt.

Sent: Þri 06. Jún 2006 00:44
af beatmaster
ég fékk nú bara símsvara og var látinn stimpla inn tölurnar :?

Sent: Þri 06. Jún 2006 01:36
af Pandemic
Ég fékk kvennmann.

Sent: Þri 06. Jún 2006 22:12
af Zaphod
Hvaða konu eruði eiginlega að tala um :P



Allavega hef ég alltaf lent á að tala við mjög fínar konur þarna í noregi . Einu sinni þurfti ég að tala við kall en hann talaði merkilega vonda ensku :?

[/quote]

Sent: Mán 12. Jún 2006 20:19
af reason
ég er að hringja núna og það var sagt ef þú talar ensku ýttu á 2 og eg gerði það og svo koma öll skilaboð eftir það á norsku og ég kann ekki shit í norsku
en núna kemur bara eitthvað væmið lag og á 15 sek fresti kemur einhver kall og segir eitthvað og lagið og heldur áfram me dont like this

Sent: Mán 12. Jún 2006 21:48
af Heliowin
Ég man ekki hvernig þetta er þarna hjá þeim norðmönnunum, en ég skil norskuna ágætlega, enda hálf norskur svo ég hef aldrei beðið um ensku :)

En að hringja til englands með því að finna það í valmöguleikanum?
Eða USA sem maður gæti notað ef live activation er ekki lengur opið í Englandi.

Ef þetta er eitthvað stórt vandamál, þá er möguleiki að reyna að hafa samband við skrifstofu Microsoft á Ísland á dagtíma. Þeir ættu að geta veitt aðstoð, þegar öðru er ekki hægt að koma við.