Síða 1 af 1

Windows Media Player 11 Beta vesen

Sent: Mán 29. Maí 2006 06:17
af Danni Colt
Ég náði í þetta frá microsoft síðunni fyrr í dag og líkar alveg útlitið, en þetta er alltaf að crasha hjá mér og bara með helvítis vesen. OK þetta er beta svo ég get því smá séns.

Það sem ég er að ærast yfir er að í WMP 10 og held ég bara öllum þar fyrir neðan frá 8 allavega, var hægt að ýta á "Now Playing" flipann og vera með Playlistann þar til hliðar. Það var þannig hjá mér, en ég asnaðist til að ýta á takka sem tók þennan flipa í burtu úr WMP 11, þegar ég ætlaði að reyna að finna hversu langur video fællinn var sem ég var að spila. Vandamálið er það að ég get með engum hætti fengið þennan lista aftur! Það er ekki gamli góði "show playlist" takkinn þarna einhverstaðar og ekki hægt að gera neitt til að fá helvítis listann aftur.

Svo þið sem hafið prófað þetta forrit segjir mér eitt, er ég bara heimskur og það er auðvelt að fá þennan lista aftur, eða er þetta meingallað forrit?

Ég bara spyr....

Sent: Mán 29. Maí 2006 08:38
af Mazi!
ef þú ert að nota stóra playlista þá finnst mér nú bara winamp bestur

nærð í það hér http://www.winamp.com

Sent: Mán 29. Maí 2006 09:10
af gnarr
Mazi; ekki svara bara eitthvað útí loftið. Þetta er enganvegin svar við spurningunni hanns.


Ps.
ég fann þetta.. þú klikkar á píluna fyrir neðan "Now Playing" og velur þar "Show List Pane".

Sent: Mán 29. Maí 2006 14:39
af Danni Colt
Mazi! skrifaði:ef þú ert að nota stóra playlista þá finnst mér nú bara winamp bestur

nærð í það hér http://www.winamp.com

Ég nota Winamp í tónlistarhlustun en WMP til að horfa á video. Ég vildi bara sjá hvað videoið var langt þar sem það kom hvergi fram þarna ;)

gnarr skrifaði:Mazi; ekki svara bara eitthvað útí loftið. Þetta er enganvegin svar við spurningunni hanns.


Ps.
ég fann þetta.. þú klikkar á píluna fyrir neðan "Now Playing" og velur þar "Show List Pane".

Grunaði að þetta var þar, þar sem forritið krassar alltaf hjá mér þegar ég ýti á þessa pílu :(

Sent: Mán 29. Maí 2006 15:00
af urban
Danni Colt skrifaði:Grunaði að þetta var þar, þar sem forritið krassar alltaf hjá mér þegar ég ýti á þessa pílu :(


hefuru prufað að ýta á píluna án þess að vera með eitthvað á playlistanum ?

Sent: Mán 29. Maí 2006 15:12
af Danni Colt
urban- skrifaði:
Danni Colt skrifaði:Grunaði að þetta var þar, þar sem forritið krassar alltaf hjá mér þegar ég ýti á þessa pílu :(


hefuru prufað að ýta á píluna án þess að vera með eitthvað á playlistanum ?

Jamm. Líka búinn að prófa að reinnstalla og alveg þurrka WMP úr tölvunni og setja upp aftur... lagast ekki. Spurning hvort þetta er eitthvað bug í nýjastu útgáfunni af Beta testinu? Ég er með version 11.0.5358.4827. Finnst ólíklegt að þetta er einhver bug í tölvunni minni þar sem pílurnar undir öllum hinum flipunum virka vel..

Sent: Þri 30. Maí 2006 08:41
af gnarr
þetta er sama útgáfa og ég er með og hann krassar ekki hjá mér þegar ég ýti á píluna.

Sent: Þri 30. Maí 2006 11:31
af viddi
krassar ekki heldur hjá mér þegar ég ýti á pýluna og ég er með sömu útgáfu