Síða 1 af 1

Tvö vandamál

Sent: Fim 04. Maí 2006 20:50
af Drizzt
Jæja nú er ég í stökustu vandræðum, þannig er mál með vexti að fyrir nokkrum mánuðum keypti ég mér loksins nýja tölvu sem ég hef átt í töluverðu basli með. Mig grunar að þetta sé stýrikerfið að klikka og að ég þurfi að formatta til þess að fá allt hreint, en ég vil helst komast hjá því, og ég var að vonast til þess að þið gætuð hjálpað mér. :)

Til að byrja með þá er ég með tvær vélar hérna, borðtölvu og fartölvu, tengdar þráðlaust í router. Fartölvan helst inná netinu án vandamála, en borðtalvan dettur út í tíma og ótíma, stundum á nokkurra mínútna fresti. Það dugar að hægri smella á tenginguna og gera 'repair' til þess að laga þetta en nokkrum mínutum síðar dettur það út aftur. Til að mynda gerðist þetta fjórum sinnum meðan ég skrifaði þennann þráð.

Seinna vandamálið er óvenju mikil memory notkun á CCAPP.EXE.

Mynd

Öll hjálp er vel þegin, með fyrirfram þökkum.

Sent: Fim 04. Maí 2006 20:59
af Rusty
Eyddu út Norton AntiVirus í guðana bænum, og fáðu þér betri vírusvörn. Norton er léleg vírusvörn sem étur upp vinnsluminni.

Sent: Fim 04. Maí 2006 21:10
af Drizzt
Ágætt, en ekki virkilega það sem ég spurði að er það?

Sent: Fim 04. Maí 2006 21:26
af CraZy
tja..?

Kóði: Velja allt

Description:
ccapp.exe is a process belonging to Norton AntiVirus

Sent: Fim 04. Maí 2006 22:22
af Heliowin
Hef aldrei séð annað eins með CCAPP.EXE, alveg óheyrilegt. Það er eins og einhver barátta sé í gangi - ég leyfi mér ekki að vera með neinar getgátur.

Ég hef heyrt ýmislegt um Norton, en ég er ekki í aðstöðu að dæma um það. Sjálfur hef ég ekki neitt alvarlegt að setja út á Nortonið og aldrei lent í neinu vondu með þá, þó mér líki ekki neitt sérstaklega við það (nota eins og stendur önnur skemmtilegri).

Það er almennt talað um (af ófáum blaðamönnum tölvutímarita til að mynda), að Norton Antivirus sé slæmt þegar komi að nýtingu minnis.

Það er ekki mín reynsla. Þvert á móti hefur Nortonið og jafnvel Internet pakki þeirra gengið mjög vel ofan í tölvur þær sem ég haft Nortonið á, gagnstætt öðrum áhugaverðum pökkum eins og F-Secure og Panda sem eins og hlömmuðu sér niður og báðu um vænan skerf af kerfinu svo um munaði.

Ef þetta er ekki Norton, eða heimildalaus ferli í gangi, og ekki vélbúnaðar tengt né reklatengt, stillingar netkortsins í lagi, að nýja tölvan sé ekki að ofkeyra gamalt stýrikerfi eins og WXP, að windows themaið sé í lagi og hugsanlegt theme manager - þá er jú lausnin í fljótu bragði séð augljós, sú lang vinsælasta.

Sent: Fim 04. Maí 2006 23:40
af GuðjónR
Hengja þig eða skjóta þig? að vera með Norton er svipað eða verra og að vera með vírus...

Sent: Fim 04. Maí 2006 23:57
af Heliowin
GuðjónR skrifaði:Hengja þig eða skjóta þig? að vera með Norton er svipað eða verra og að vera með vírus...


Ok :oops:

Sent: Fös 05. Maí 2006 00:17
af Heliowin
Drizzt!
Ef þú hefur ekki kastað út forritinu, þá býður Symantec upp á online Fix tool sem tekur bara smátíma.

http://www.symantec.com/techsupp/home_h ... ex_ts.html

Edit: það er að segja ef Norton er til vandræða!

Sent: Fös 05. Maí 2006 12:25
af Veit Ekki
GuðjónR skrifaði:Hengja þig eða skjóta þig? að vera með Norton er svipað eða verra og að vera með vírus...


Norton er allavega það versta sem hefur farið inn á mína tölvu.