Síða 1 af 1

Vesen með netið

Sent: Lau 29. Apr 2006 19:53
af Nafnotenda
Jæja, ég var að kaupa mér nýja tölvu í Hugver, en kemst núna ekki á netið.

Það er innbyggt þráðlaust netkort, fylgdi enginn diskur með því.

Þegar ég fer inní "Network Connections" kemur upp:

"Local Area Connection: Network cable unplugged."
"1394 Connection: Enabled, Shared"

Og það virðist eins og að ég sé tengdur netinu gegnum "1394 Connection", en samt kemur "The page cannot be displayed" þegar ég opna IE.

Netkortið heitir "Encore 802.11G Wireless PCI Adapter".

Veit einhver hvað ég þarf að gera til að komast á netið?

Sent: Lau 29. Apr 2006 20:05
af Voffinn
Er þetta laptop eða borðtölva?

Þráðlausa kortið þitt er ekkert uppsett í vélinni, 1394 er firewire.

Sent: Lau 29. Apr 2006 20:09
af Nafnotenda
Þetta er borðtölva, hefði ekki átt að fylgja einhver diskur með frá Hugver?

Sent: Lau 29. Apr 2006 20:10
af Voffinn
Þetta hefði bara átt að vera uppsett komandi frá þeim.

Re: Vesen með netið

Sent: Sun 30. Apr 2006 03:33
af Skoop
Nafnotenda skrifaði:Jæja, ég var að kaupa mér nýja tölvu í Hugver, en kemst núna ekki á netið.

Það er innbyggt þráðlaust netkort, fylgdi enginn diskur með því.

Þegar ég fer inní "Network Connections" kemur upp:

"Local Area Connection: Network cable unplugged."
"1394 Connection: Enabled, Shared"

Og það virðist eins og að ég sé tengdur netinu gegnum "1394 Connection", en samt kemur "The page cannot be displayed" þegar ég opna IE.

Netkortið heitir "Encore 802.11G Wireless PCI Adapter".

Veit einhver hvað ég þarf að gera til að komast á netið?


Engin furða að þú komist ekki á netið 1394 connection er firewire ...
http://www.windowsitpro.com/Article/Art ... 22718.html


er bara þetta tvennt hjá þér ... þeas 1394 og local area connection ?

Sent: Sun 30. Apr 2006 09:23
af Viktor
Ef það er ekki þriðja tengingin, Wireless; þarf að öllum líkindum að setja upp rekla fyrir netkortið.