Síða 1 af 1

Vírus

Sent: Fim 13. Apr 2006 19:35
af Fernando
Jæja, nú lenti maður aldeilis í því.

Ég fór inn á ónefnda .ws síðu til að sækja númer. (Ég veit skamm, skamm.)

Þaðan fékk ég trójuhestinn TR/Dialer.OY.7 og hann vill ekki fara.

Ég er með Antivir vírusvörn.

Þegar að ég skanna allt kerfið finnur hún engan vírus,
en svo poppar hún upp öðru hverju og segist hafa fundið vírus.
Í mismunandi skrám, birtist stundum hér og stundum þar.

Ég vel alltaf delete og allt virðist vera í fína lagi,
þar til u.þ.b 30 mínútum seinna þá poppar vírusvörnin upp aftur með þessi leiðinda skilaboð.
Þú hefur fengið vírus.

Vírusinn virðist bara koma þegar að ég er á netinu, og þá ekki á neinum sérstökum síðum.

Hefur einhver lent í þessu óféti, TR/Dialer.OY.7 ?

Hann birtist síðast í C:\WINDOWS\TEMP\win59.tmp
en hann hefur einnig birst í sömu möppu sem win24.tmp
og á mörgum öðrum stöðum.

Sent: Fim 13. Apr 2006 21:43
af ErectuZ
Búinn að prufa að sækja einhverja aðra vírusvörn og prufa hana?

Sent: Fim 13. Apr 2006 21:55
af Veit Ekki
Prófaðu að leita hér:

http://www.trendmicro.com/vinfo/virusencyclo/

Átt að geta séð þar hvernig á að eyða honum.

Sent: Fim 13. Apr 2006 22:05
af Fernando
Það er vandamálið. Ég finn hvergi neitt um þennan vírus.

Er búinn að googla og googla.